Keppni
Frábær frammistaða Ásdísar í stærstu ungkokka keppni á Indlandi
Hótel og matvælaskólinn var boðið að taka þátt í Ólympíuleikum í matreiðslu á Indlandi (Young Chef Olympiad) sem er stærsta ungkokka keppni þar í landi. 50 lönd tóku þátt í keppninni og var keppt í 3 hlutum, og 5 riðlum, 10 keppendur í hverjum riðli. Skólinn bauð nemanda með hæstu meðaleinkunn og var Ásdísi Björgvinsdóttur boðið að taka þátt fyrir hönd Íslands, en hún lærir fræðin sín hjá Bláa Lóninu á Lava Restaurant. Keppnin fór fram dagana 27. janúar til 2. febrúar á Indlandi í fjórum borgum nýja Delhi, Pune, Bangalore og Kolkata.

Tekið var vel á móti keppendum og þjálfurum á flugvellinum
Fyrir miðju f.v. Ásdís Björgvinsdóttir og þálfari hennar Sigurður Daði Friðriksson
Þjálfari Ásdísar var Sigurður Daði Friðriksson matreiðslumaður. Opnunarhátíðinni var haldin að kvöldi til í nýju Delhi 27. janúar s.l. Morguninn eftir var flogið með d riðil yfir til Bangalore þar sem fyrsti hluti keppninnar var haldið. Þaðan var flogið til Kolkata þar sem allir riðlar hittust og annar hluti keppninnar fór fram. Ellefu efstu keppendur, þar á meðal Ásdís, komust svo áfram úr þessum riðlum og kepptu þær þjóðir í þriðja hluta keppninnar. Í fyrstu keppninni var þemað að fara eftir þeirra uppskriftum. Keppendur fengu tvo tíma til þess að gera egg florantine og sítrónu souffle búðing og enskt krem fyrir fjóra.
Í hluta tvö var lagt áherslu á frumleika og hæfni í eldhúsi og þar átti að laga 3ja rétta matseðil. Vegan forrétt, vegatarian aðalrétt og eftirrétt og fengu keppendur tvo og hálfan tíma til þess að laga fjóra skammta af hverjum rétti. Hráefnislistinn var ekki stór og aðallega asískt hráefni, meðal annars taro root og tamarind pulp. Í þriðja hluta keppninnar fengu keppendur þrjá klukkutíma til þess að laga aðalrétt, hliðardisk með kartöflu og eftirrétt þar sem aðalhráefni var úrbeinaður kjúklingur, kartöflur og vatnsdeig. Svo var bætt við leyni hráefni sem var turmeric en það varð að vera sjáanlegt á disknum. Þær þjóðir sem kepptu til úrslita voru:
- Armenía
- England
- Hong kong
- Indland
- Írland
- Ísland
- Malasía
- Nýja-Sjáland
- Singapore
- Skotland
- Sri Lanka
Það var Lai Jia Yi frá Malasíu sem sigraði mótið Young Chef Olympiad.
„Ferðalagið var rosalega langt og strangt en mikil upplifun. Það var stíf dagskrá frá morgni til kvölds en það sem kom okkur á óvart var hversu virt þessi keppni er hér í Asíu og fjölmargir sem komu að henni. Það voru um 2000 nemendur við I.I.H.M skólann sem unnu í kringum keppnina.
Við erum rosalega ánægð að hafa komist í úrslitin en á meðal keppenda voru virkilega góðir og framberanlegir nemendur. Stærsta markmið keppnarinnar er að tengja saman þjóðir í gegnum mat. Rétt áður en við lögðum af stað vorum við beðin um að mæta með þjóðarrétt sem átti að elda eitt kvöldið ásamt þjóðarrétt hinna landanna. Þar fóru aðilar frá Guinnes World Record og skráðu að slegið hafi verið heimsmet í að elda fjölda þjóðarrétta undir sama þaki á sama stað þar sem fólk gat komið að smakka. Ísland gerði pönnusteiktan þork með lauksmjöri, smælkikartöflum.“
Sagði Sigurður Daði í samtali við veitingageirinn.is. Myndir: facebook / Young Chef Olympiad

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars