Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Frá rusli til veislu: Diskósúpudagurinn í máli og myndum

Birting:

þann

Frá rusli til veislu: Diskósúpudagurinn í máli og myndum - 2025

Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari og fyrrverandi formaður Slow Food samtakanna á Íslandi, stóð yfir pottunum á Stórhóli í Skagafirði og stýrði eldamennskunni af öryggi og fagmennsku.

Alþjóðlegi Diskósúpudagurinn var haldinn um liðna helgi, en þá útbjuggu Slow Food samtökin um allan heim súpur úr hráefni sem annars hefði verið hent af ýmsum ástæðum og buðu gestum og gangandi að njóta.

Slow Food samtökin á Íslandi tóku virkan þátt í hátíðarhöldunum og stóðu fyrir þremur viðburðum:

Stórhóll í Skagafirði, Rúnalist Gallerí, laugardaginn 26. apríl frá kl. 12:00–15:00
Á Stórhóli var einnig kynning á vörum smáframleiðenda af svæðinu, og gátu gestir hitt nýfædd kið og hvolpa í notalegu umhverfi.

Reykholt í Bláskógabyggð, laugardaginn 26. apríl frá kl. 11:00–17:00
Þar fór viðburðurinn fram í samstarfi við Social Coffee og Stóra Plokk Daginn.

Reykjavík, Jafnasel í Breiðholti, sunnudaginn 27. apríl frá kl. 11:30–13:00
Viðburðurinn í Breiðholti var haldinn í samstarfi við skipuleggjendur Stóra Plokk Dagsins og tengdist setningu hans.

Frá rusli til veislu: Diskósúpudagurinn í máli og myndum - 2025

Fréttamenn RÚV heimsóttu viðburðinn í Reykholti og ræddu þar við Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara og formann Slow Food Reykjavík, sem stóð að skipulagningu hans.

Innslagið í fréttum má horfa á með því að smella hér.

Um Diskósúpudaginn

Fyrsti Diskósúpuviðburðurinn fór fram í Berlín árið 2012. Þar tók hópur ungmenna innan Slow Food samtakanna sig saman eftir að hafa orðið var við hið gríðarlega magn matar sem fór til spillis. Þau söfnuðu saman hráefni, settu upp eldunaraðstöðu í gamalli vöruskemmu og héldu eldhúspartý þar sem plötusnúðar sáu um tónlistina. Sjálfboðaliðar skrældu og skáru hráefni sem síðan rataði í stórar súpupotta, og úr varð máltíð fyrir um 8000 manns.

Diskósúpan hefur síðan slegið í gegn víða um heim sem skemmtilegur og áhrifaríkur viðburður til að vekja athygli á matarsóun. Talið er að um þriðjungur allra matvæla fari til spillis árlega. Þrátt fyrir aukna vitund síðustu ár sýna rannsóknir að raunverulegar breytingar hafi verið litlar. Matarsóun ein og sér er talin bera ábyrgð á 8–10% losunar gróðurhúsalofttegunda, auk þess sem hún veldur sóun á vatni, orku og eykur álag á framleiðslukerfi heimsins. Hún stuðlar einnig að aukinni misskiptingu.

Myndir: facebook / Rúnalist Gallerí – Stórhól

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið