Markaðurinn
Fosshótel Reykholt leitar að metnaðarfullum veitingastjóra
Fosshótel Reykholt óskar eftir öflugum veitingastjóra til að stýra veitingarekstri hótelsins.
Helstu verkefni:
- Dagleg stjórnun og skipulagning veitingadeildar
- Umsjón með sölu og þjónustu, vaktaplaninu, starfsmannamálum, innkaupum og birgðahaldi
- Fjármálaumsýsla og eftirfylgni með gæðakröfum og HACCP verklagi
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Sveins- eða meistarapróf í framreiðslu eða matreiðslu er kostur
- Talsverð reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
- Frábær samskiptafærni og þjónustulund
- Frumkvæði, skipulag og nákvæmni
- Góð sölufærni og tölvukunnátta
- Þekking á öryggismálum og HACCP
Fosshótel Reykholt býður upp á allt það helsta sem alvöru sveitahótel þarf að hafa. Á hótelinu er glæsileg heilsulind í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi. Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum en þar má finna alls kyns minjar og söguslóðir frá tímum Snorra Sturlusonar sem gerir dvölina einstaklega skemmtilega fyrir forvitna ferðamenn.
Veitingastaður og Bar er á hótelinu og eftir kvöldverðinn mælum við með að fólk taki léttan göngutúr í Reykholtsskógi.
Lærðu meira um Fosshótel Reykholt
Fosshótel Reykholt – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 04.07.2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






