Vertu memm

Markaðurinn

Fosshótel Reykholt leitar að metnaðarfullum veitingastjóra

Birting:

þann

Fosshótel Reykholt

Fosshótel Reykholt óskar eftir öflugum veitingastjóra til að stýra veitingarekstri hótelsins.

Helstu verkefni:

  • Dagleg stjórnun og skipulagning veitingadeildar
  • Umsjón með sölu og þjónustu, vaktaplaninu, starfsmannamálum, innkaupum og birgðahaldi
  • Fjármálaumsýsla og eftirfylgni með gæðakröfum og HACCP verklagi
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Sveins- eða meistarapróf í framreiðslu eða matreiðslu er kostur
  • Talsverð reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
  • Frábær samskiptafærni og þjónustulund
  • Frumkvæði, skipulag og nákvæmni
  • Góð sölufærni og tölvukunnátta
  • Þekking á öryggismálum og HACCP

Fosshótel Reykholt býður upp á allt það helsta sem alvöru sveitahótel þarf að hafa. Á hótelinu er glæsileg heilsulind í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi. Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum en þar má finna alls kyns minjar og söguslóðir frá tímum Snorra Sturlusonar sem gerir dvölina einstaklega skemmtilega fyrir forvitna ferðamenn.

Veitingastaður og Bar er á hótelinu og eftir kvöldverðinn mælum við með að fólk taki léttan göngutúr í Reykholtsskógi.

Lærðu meira um Fosshótel Reykholt

Fosshótel Reykholt – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 04.07.2025

Sækja um.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið