Viðtöl, örfréttir & frumraun
Forseti og foretafrú í mat hjá Gísla Matt í Englandi
Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson voru í opinberri heimsókn til Englands nú í vikunni. Guðni var til að mynda með með fyrirlestur á tveimur viðburðum, í London og í Oxford, auk þess að heimsækja rannsóknarstofnanir á sviði lýðheilsu.
Eliza Reid forsetafrú var á fundi með Olena Zelenska, forsetafrú Úkraínu, og tók einnig þátt í pallborði og flutti fyrirlestur.
Þéttskipuð dagskrá var hjá forsetahjónunum alla vikuna og á meðan þau Eliza og Guðni voru stödd í London, þá snæddu þau kvöldverð á veitingastaðnum Carousel þar sem matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson bauð upp á íslenska matargerð á svo kölluðum „pop-up“ veitingastað.
„Það var frábært að fá Guðna Th og Elizu Reid í mat ásamt vinum sínum rithöfundum Anthony Horowitz og Lousie Penny – finnst magnað að eiga svona frábæran forseta og frú sem eru svona almennilega og manneskjuleg.
Átti djúpar einkasamræður við Guðna um hversu þakklátur ég og margir eru fyrir hans veru síðustu ár en virði á sama tíma hans ákvörðun um að hætta veru sinni í embættinu.“
Sagði Gísli Matthías.
Matseðillinn
Mynd: aðsend / Gísli Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir














