Vertu memm

Keppni

Forsetafrúin Eliza Reid kíkti á æfingu í Lúxemborg í dag

Birting:

þann

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Forsetafrúin ásamt landsliðinu í dag í andyri Hotel Saint-Nicholas í Lúxemborg í dag

Heimsmeistaramót í matreiðslu er haldið á fjögurra ára fresti en hún fer fram í Lúxemborg á morgun.

Íslenska Kokkalandsliðið fylgir eftir framúrskarandi árangri liðsins frá síðasta móti sem skilaði liðinu í 5. sæti.  Verndari landsliðsins er engin önnur en Eliza Reid forsetafrú sem er að sjálfsögðu komin til Lúxemborg til að fylgja liðinu og hvetja það áfram.

Sjá einnig: Eliza Reid forsetafrú mun fylgja Kokkalandsliðinu

Hún leit við á æfingu hjá landsliðinu undir kvöld og fékk að skoða undirbúninginn.

„Kannski má segja að það að kynnast matarsmekk þjóðar sé um leið að fá innsýn í sálarlíf hennar. Á undanförnum árum hefur gróskan í íslenskri matargerðarlist aukist gríðarlega og þá kemur sér auðvitað vel að hafa aðgang að því fjölbreytta og holla hráefni sem hér er á boðstólum.

Mér finnst afskaplega gaman að vera verndari Kokkalandsliðsins sem ætlar að sýna heiminum þessa áhugaverðu hlið hinnar íslensku þjóðarsálar og ég hlakka til samstarfs við þetta öfluga lið.“

Sagði Eliza Reid þegar hún tók á sínum tíma stöðu verndara liðsins.

Kokkalandsliðið vinnur með alíslenskar áherslur og kappkostar að nota sérvalið, sígilt, íslenskt hráefni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Kokkalandsliðinu.

Þetta hráefni er notað til að útbúa þriggja rétta heita máltíð þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr verða í aðalhlutverkum. Kokkalandsliðinu er það mikill heiður að frú Eliza veiti því með þeim hætti styrk í verkefnum þess. Kokkalandsliðið er skipað einstaklingum af báðum kynjum með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og færni sem virkjuð er til að þróa nútíma íslenskt eldhús og skapa jafnframt faginu fjölbreyttar fyrirmyndir.

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs Matreiðslumeistara kynnir forsetfrúnni fyrir leynivopnum landsliðsins

Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir:

Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Marel
Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun
Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn
Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga
Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel
Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, Skál
Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið
Denis Grbic, Grillið
Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið
Hinrik Lárusson, Grillið

Myndir: facebook / Kokkalandsliðið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið