Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Forréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
Forréttabarinn heldur áfram að efla viðveru sína í veitingaflórunni og mun á næstunni opna annað útibú í húsnæðinu þar sem hinn vinsæli staður Brewdog starfaði áður á horni Frakkastígs og Hverfisgötu. Róbert Ólafsson, eigandi Forréttabarsins, staðfestir fréttina í samtali við visir.is og segir þetta mikilvægt skref í áframhaldandi þróun og uppbyggingu fyrirtækisins.
Hann bendir á að bæði staðsetningin og stemningin á svæðinu falli einkar vel að hugmyndafræði Forréttabarsins.
Forréttabarinn hefur á undanförnum árum skapað sér sterka sérstöðu með litlum og bragðmiklum réttum, ferskum hráefnum og afslöppuðu andrúmslofti. Nýja útibúið mun halda áfram á sama grunni en jafnframt kynna nokkrar nýjungar í matseðli og heildarupplifun.
Opnunardagur verður tilkynntur á næstunni. Róbert segir undirbúning ganga vel og að teymið sé full tilhlökkunar að taka á móti gestum á nýjum en þó kunnuglegum stað í hjarta borgarinnar.
Mynd: Facebook / Forréttabarinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa






