Markaðurinn
Formleg menntun matreiðslumanna á Íslandi – Hlaðvarp – Kristján Sæmundsson matreiðslumeistari
Við upphaf 20. aldarinnar voru engir menntaðir matreiðslumenn á Íslandi en þörfin og eftirspurnin jókst með hverju árinu.
Árið 1915 þegar Eimskipafélagið var stofnað var enginn Íslendingur sem hafði formlega menntun til að starfa sen matreiðslumaður á skipunum. Fimmtán árum síðar voru allar slíkar stöður skipaðar Íslendingum sem höfðu þá menntað sig í Danmörku.
Árið 1945 hittist hópur veitingamanna í húskynnum Oddfellow í Reykjavík í þeim tilgangi að stofna félag veitingamanna á Íslandi og fékk félagið nafnið Matsveina- og veitingaþjónafélag Íslands. Í 10. grein laga félagsins er strax fjallað um skólamál til að efla menntun í greininni.
Fyrsta sveinsprófið í veitingagreinum var haldið 19. september 1945 og luku 12 prófi.
Hér er á ferðinni annar þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættina unnu þau í samvinnu við Iðuna og fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð.
Þau Dóra og Þyrnir ræða við Kristján Sæmundsson matreiðslumeistara um formlega menntun matreiðslumanna á Íslandi. Kristján er mikill reynslubolti og hefur setið í sveinsprófsnefnd í matreiðslu auk þess að hafa starfað á helstu veitingahúsum bæjarins.
Hlaðvarp hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður