Vertu memm

Frétt

Foringjafiskur er það sem koma skal

Birting:

þann

Cobia fiskur

Cobia fiskur

Mikil framtíð er talin vera í eldi á svokölluðum foringjafiski eða cobia eins og tegund þessi nefndist á enskri tungu. Í Bandaríkjunum telja eldismenn að foringjafiskurinn geti orðið það sem þeir kalla næsta ,,kjúkling hafsins” en með því er átt við fisk sem keppt getur við ódýrt fiðurfé í kæliborðum matvöruverslana.

Fram kemur í IntraFish að tvö bandarísk fyrirtæki, MariCai i Maine og Blue Ridge Aquaculture í Virginíu hyggist verja um 30 milljón bandaríkjadölum til þess að byggja upp eldi á foringjafiski. Saman standa fyrirtækin að eldisverkefninu Virginia Cobia Farms LLC en markmiðið er að framleiða 500 tonn af foringjafiski á ári til að byrja með. Ætlunin er að ala fiskinn innandyra en fram að þessu hefur eldi á foringjafiski einskorðast við lönd þar sem aðgangur er að ódýru, heitu vatni.

Blue Ridge er stærsti framleiðandinn á beitarfiski (tilapia) í Bandaríkjunum sem er með framleiðsluna innan dyra. MariCal er líftæknifyrirtæki og mun það m.a. sjá eldisstöðinni í Virginíu fyrir búnaði til hreinsunar á vatni og til fóðrunar á eldisfisknum, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið