Frétt
Foringjafiskur er það sem koma skal
Mikil framtíð er talin vera í eldi á svokölluðum foringjafiski eða cobia eins og tegund þessi nefndist á enskri tungu. Í Bandaríkjunum telja eldismenn að foringjafiskurinn geti orðið það sem þeir kalla næsta ,,kjúkling hafsins en með því er átt við fisk sem keppt getur við ódýrt fiðurfé í kæliborðum matvöruverslana.
Fram kemur í IntraFish að tvö bandarísk fyrirtæki, MariCai i Maine og Blue Ridge Aquaculture í Virginíu hyggist verja um 30 milljón bandaríkjadölum til þess að byggja upp eldi á foringjafiski. Saman standa fyrirtækin að eldisverkefninu Virginia Cobia Farms LLC en markmiðið er að framleiða 500 tonn af foringjafiski á ári til að byrja með. Ætlunin er að ala fiskinn innandyra en fram að þessu hefur eldi á foringjafiski einskorðast við lönd þar sem aðgangur er að ódýru, heitu vatni.
Blue Ridge er stærsti framleiðandinn á beitarfiski (tilapia) í Bandaríkjunum sem er með framleiðsluna innan dyra. MariCal er líftæknifyrirtæki og mun það m.a. sjá eldisstöðinni í Virginíu fyrir búnaði til hreinsunar á vatni og til fóðrunar á eldisfisknum, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati