Starfsmannavelta
Flottir fagmenn komnir á Cava | Nýjar áherslur líta dagsins ljós
Í ágúst 2013 opnaði veitingastaðurinn Cava sem staðsettur er við Laugaveg 28. Matreiðslumennirnir Pétur Jónsson og Björgvin Mýrdal hafa staðið vaktina fram að þessu og eru nú hættir.
Nú eru úrvals fagmenn við stjórnvölinn, en það eru þeir Hafsteinn Ólafsson, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson og Hrafnkell Sigríðarson.
Hafsteinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu, lenti í 2. sæti um titilinn Matreiðslumaður ársins 2012 og 2013, aðstoðamaður Sigurðar í Bocuse d´Or 2013. Hafsteinn starfaði áður á Grillinu á Hótel Sögu og byrjar á Cava nú í mars.
Hrafnkell er meðlimur í Kokkalandsliðinu og starfaði áður á Vox.
Sigurður á ansi öflugan feril að baki, keppti um titilinn Matreiðslumann ársins 2010 og lenti þar í 3. sæti, og náði titlinum Matreiðslumaður ársins 2011. Þá tók við Bocuse d´Or keppnin og byrjaði hann á því að taka 4. sætið í undankeppninni árið 2012 og tryggði Ísland í aðalkeppnina í fyrra. Í keppninni Bocuse d´Or 2013 sem haldin var í Lyon í Frakklandi, náði Sigurður þeim frábæra árangur að taka 8. sætið þar. Sigurður starfaði áður á Vox.
Ætlum okkur að fara í nýjar áheyrslur í mat, þjónustu og andrúmslofti á veitingastaðnum í kjallaranum og erum á næstunni að fara að endurskipuleggja eldhúsið. Hvað varðar Bunk bar þá mun hann halda svipaðri mynd, en við vorum að taka inn nýjan kokteilseðil og matseðil í seinustu viku sem við munum síðan halda áfram að þróa og er stefnan tekin á götumat (street food).
, sagði Sigurður í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um áherslubreytingar.
Glæsilegt teymi sem komið er á Cava og fyrir þá sem áhuga hafa, þá eru lausar stöður: barþjón, þjóna í sal, veitingastjóra, en umsóknir sendast á netfangið [email protected].
Myndir: af facebook síðu Cava.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir