Uncategorized
Fleiri suður-frönsk í Morgunblaðinu
Steingrímur gaf fjórum rauðvínum frá Chateau de Lascaux og Domaine d’Aupilhac fína dóma í Tímariti Morgunblaðinsins síðastliðinn sunnudag.
Suður-frönsk vín hafa verið nokkuð fyrirferðarmikil undanfarið. Enda ekki nema von. Eftir að hafa verið nær ósýnileg á íslenska markaðnum um langt skeið streyma inn spennandi vín frá bestu framleiðendum frönsku Miðjarðarhafssvæðanna. Suðursvæðin eru hvað mest spennandi víngerðarsvæði Frakklands í dag þar sem framsæknir framleiðendur hafa margir hverjir brett upp ermarnar og bjóða Nýjaheimsvínunum birginn á heimavelli þ.e. með framleiðslu sólbakaðra vína á hagstæðu verði. Þau vín sem hér eru til umfjöllunar eru þó í dýrari kantinum enda um að ræða toppvín frá toppframleiðendum, sem framleidd eru í takmörkuðu magni.
CHATEAU DE LASCAUX PIC SAINT-LOUP 2004 er skemmtilegt vín frá Suður-Frakklandi. Pic Saint Loup er með betri svæðum Languedoc þótt það sé ekki stórt, það nær til einna 13 þorpa en einungis 22 framleiðendur og þrjú vínsamlög framleiða undir Pic Saint-Loup nafninu. Jarðvegurinn er ríkur af kalksteini og ekrur Pic Saint-Loup eru nokku hátt yfir sjávarmáli, sem temprar af Miðjarðarhafsloftslagið. Lascaux er vínhús sem hefur yfir að ráða um 35 hektörum og er í eigu Jean-Benoit Cavalier. Rabarbarasulta, rifsber, sólber og sprittlegnar rúsínur (vínið er 14%) ásamt vanillu úr eik, syrah-þrúgan algjörlega ríkjandi í nefinu, ávöxturinn sætur og þæilegur í munni ásamt mildum tannínum og þægilegum kryddkeim. Langt í lokin. 1750 krónur. 18/20
Annað vín frá sama framleiðanda er CHATEAU DE LASCAUX COTEAUX DU LANGUEDOC 2004. Sæt ber, krækiber, bláber, sólber í áfengum, sætum hjúp. Ágæt lengd og þéttleiki í munni, ávöxturinn sætur og þægilegur. 1.600 krónur. 17/20
DOMAINE D’AUPILHAC 2003 er rauðvín frá Montpeyroux-svæðinu í héraðinu Coteaux du Languedoc í Suður-Frakklandi. Montpeyroux hefur ekki enn eigin „appelation“ innan Languedoc en helstu framleiðendur svæðisins heyja hetjulega baráttu fyrir því með Sylvain Fadat, eiganda Domaine d’Aupilhac, í fararbroddi. Þetta er rauðvín úr einum fimm Miðjarðarhafsþrúgum (Mourvédre, Carignan, Syrah, Cinsault og Grenache). Sólbökuð rauð og svört ber í nefi, heit og krydduð, allt að því sultuð með vott af karamellu og sveskjum. Kryddmikið og langt í munni og þar kemur líka dýpt vínsins fyllilega í ljós. Ávöxturinn þéttur og að því er virðist endalaus í bragðinu. 2.200 krónur. 18/20
DOMAINE D’AUPILHAC LOU MASET 2004 er blanda úr sömu þrúgum nema Mourvédre sem átti 30% í fyrra víninu. Heitur ávöxtur með ríkjandi svörtum berjum, bjartur og aðgengilegur með góðri lengd í munni. 1.600 krónur. 17/20
– Tímarit Morgunblaðsins 30.07.2006, Steingrímur Sigurgeirsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin