Vertu memm

Uncategorized

Fleiri suður-frönsk í Morgunblaðinu

Birting:

þann

Steingrímur gaf fjórum rauðvínum frá Chateau de Lascaux og Domaine d’Aupilhac fína dóma í Tímariti Morgunblaðinsins síðastliðinn sunnudag.

     Suður-frönsk vín hafa verið nokkuð fyrirferðarmikil undanfarið. Enda ekki nema von. Eftir að hafa verið nær ósýnileg á íslenska markaðnum um langt skeið streyma inn spennandi vín frá bestu framleiðendum frönsku Miðjarðarhafssvæðanna. Suðursvæðin eru hvað mest spennandi víngerðarsvæði Frakklands í dag þar sem framsæknir framleiðendur hafa margir hverjir brett upp ermarnar og bjóða Nýjaheimsvínunum birginn á heimavelli — þ.e. með framleiðslu sólbakaðra vína á hagstæðu verði. Þau vín sem hér eru til umfjöllunar eru þó í dýrari kantinum enda um að ræða toppvín frá toppframleiðendum, sem framleidd eru í takmörkuðu magni.

     CHATEAU DE LASCAUX PIC SAINT-LOUP 2004 er skemmtilegt vín frá Suður-Frakklandi. Pic Saint Loup er með betri svæðum Languedoc þótt það sé ekki stórt, það nær til einna 13 þorpa en einungis 22 framleiðendur og þrjú vínsamlög framleiða undir Pic Saint-Loup nafninu. Jarðvegurinn er ríkur af kalksteini og ekrur Pic Saint-Loup eru nokku hátt yfir sjávarmáli, sem temprar af Miðjarðarhafsloftslagið. Lascaux er vínhús sem hefur yfir að ráða um 35 hektörum og er í eigu Jean-Benoit Cavalier. Rabarbarasulta, rifsber, sólber og sprittlegnar rúsínur (vínið er 14%) ásamt vanillu úr eik, syrah-þrúgan algjörlega ríkjandi í nefinu, ávöxturinn sætur og þæilegur í munni ásamt mildum tannínum og þægilegum kryddkeim. Langt í lokin. 1750 krónur. 18/20

     Annað vín frá sama framleiðanda er CHATEAU DE LASCAUX COTEAUX DU LANGUEDOC 2004. Sæt ber, krækiber, bláber, sólber í áfengum, sætum hjúp. Ágæt lengd og þéttleiki í munni, ávöxturinn sætur og þægilegur. 1.600 krónur. 17/20
     DOMAINE D’AUPILHAC 2003 er rauðvín frá Montpeyroux-svæðinu í héraðinu Coteaux du Languedoc í Suður-Frakklandi. Montpeyroux hefur ekki enn eigin „appelation“ innan Languedoc en helstu framleiðendur svæðisins heyja hetjulega baráttu fyrir því með Sylvain Fadat, eiganda Domaine d’Aupilhac, í fararbroddi. Þetta er rauðvín úr einum fimm Miðjarðarhafsþrúgum (Mourvédre, Carignan, Syrah, Cinsault og Grenache). Sólbökuð rauð og svört ber í nefi, heit og krydduð, allt að því sultuð með vott af karamellu og sveskjum. Kryddmikið og langt í munni og þar kemur líka dýpt vínsins fyllilega í ljós. Ávöxturinn þéttur og að því er virðist endalaus í bragðinu. 2.200 krónur. 18/20

     DOMAINE D’AUPILHAC LOU MASET 2004 er blanda úr sömu þrúgum nema Mourvédre sem átti 30% í fyrra víninu. Heitur ávöxtur með ríkjandi svörtum berjum, bjartur og aðgengilegur með góðri lengd í munni. 1.600 krónur. 17/20

– Tímarit Morgunblaðsins 30.07.2006, Steingrímur Sigurgeirsson

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið