Starfsmannavelta
Fjögur veitingahús í þrot
Fjögur veitingahús í Reykjavík hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 6. febrúar sl.
Veitingahúsin eru Iðusalir ehf. við Lækjargötu, Café Oliver ehf. við Laugaveg, Barinn ehf. við Laugaveg og Q bar Ingólfsstræti ehf., sem stóð við samnefnda götu.
Barinn var á Laugavegi 22, þar sem áður var veitingastaður, kenndur við húsnúmerið.
Þrír síðastnefndu staðirnir eru barir, sem reknir voru af sömu aðilum, sem höfðu heimilisfang að Lynghálsi 10. Iðusalir eru í Iðuhúsinu og voru leigðir út til veisluhalda. Samkvæmt kennitölum veitingastaðanna, voru þeir allir stofnaðir á árinu 2007.
Skiptastjóri þrotabúanna var skipaður Þorvaldur Emil Jóhannesson hdl. Kröfur í þrotabúin þurfa að berast skiptaráðanda innan tveggja mánaða. Skiptafundir verða haldnir 29. apríl nk.
Af vef Mbl.is
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Starfsmannavelta10 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði