Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fjáröflunarhádegisverður til styrktar þolenda jarðskálftanna í Nepal
Eins og flestum er kunnugt reið risaskjálfti yfir Nepal þann 25. apríl síðastliðinn og annar slíkur þann 12. maí. Fórnarlömbin telja hátt í 10 þúsund manns og rúmlega 20 þúsund eru slasaðir og milljónir fjölskyldna hafa misst heimili sín. Enn ríkir neyðarástand í landinu og ekki búist við að breyting verði á í bráð. Nepalskt samfélag er einkar berskjaldað og þörfin fyrir hjálpargögnum og neyðaraðstoð er aðkallandi.
Haldin verður hádegisverður til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna í Nepal á Nauthól næstkomandi sunnudag 31. maí og er viðburðurinn haldin á vegum Félags Nepala á Íslandi og Rauða Krossins.

Neyðarsöfnun hjá Rauða krossinum er enn í fullum gangi. Hægt er að styrkja með því að hringja í símanúmerin 904 1500, 904 2500 og 904 5500. Síðustu fjórir tölustafirnir er gjafaupphæðin sem bætist við næsta símareikning. Einnig er hægt að borga með kreditkorti eða leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649.
Mynd: raudikrossinn.is
Yfirkokkur verður Shyam Thapa, matreiðslumeistari á Múlakaffi, sem bregður út af íslenskum vana og fær loksins að reiða fram hefðbundna rétti frá heimalandinu.
Nauthóll leggur fram húsnæði og starfsfólk án endurgjalds og allt matreiðslu-og þjónustufólk gefur vinnu sína. Allur ágóði rennur óskiptur til hjálparstarfs í Nepal þar sem milljónir fjöldkyldna hafa misst heimili sín.
Matseðillinn er eftirfarandi, sem er, vægast sagt, einkar frambærilegur:
Chicken Curry
Hefðbundin kjúklingur í karrí, niðursoðin í lauk og tómat og kastaníu hnetum, kryddaður með engifer, hvítlauk og ferskum chili-pipar
Veda ko masu ko Masala
Lambakjötsréttur, niðursoðin í kryddlegi með kjúklinga og nýrnabaunum
Mo:mo
Nepalskur/Tíbetskur réttur. Fylltar deigbollur með krydduðu svínakjöti
Golbheda ko achaar
Krydduð sósa með tómat, kúmen og engifer. Borðuð með mo:mo
Sel roti
Sætt hringlaga djúpsteikt hrísgrjónabrauð
Achaar
Kryddað kartöflusalat með hvítkáli, gúrkum, rauðlauk, kóríander, hvítlauk, engifer og grikkjasmára, með grunni úr ristuðum og muldum sesamfræjum
Aloo Dum
Hægeldaðar kartöflur í kryddlegi
Pakoda
Hvítkál, gulrætur og laukur djúpsteikt í kjúklingabaunaraspi
Bhat
Hefðbundin hrísgrjón
Dahi
Jógúrt með mangó, til að fríska upp á bragðlaukana
Að lokum verður boðið uppá kaffi og Nepali chiiya (nepalskt te sem er soðið í mjólk með kryddjurtum) og fólk getur spjallað við gestgjafana og sín á milli, en dagskrána er hægt að lesa með því að smella hér.
Skráning á viðburðinn fer fram á www.icenepali.com
Mynd: af facebook síðu Nauthóls.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






