Uppskriftir
Fiskur í parmesan hjúpi
Ýsa í raspi er yndislegur matur sem flestir Íslendingar hafa notið frá barnæsku til æviloka. Þetta er réttur sem hefur verið óbreyttur frá upphafi. En það má breyta til og þessi aðferð er bara í meira en góðu lagi. Bara velja uppáhalds fiskinn, hjúpa hann og elda. Flóknara er það ekki.
Innihald:
- 800 g fiskflök svo sem þorskur, ýsa eða koli, roð- og beinlaus í hæfilegum bitum
- 1 egg
- 1 msk mjólk
- 1 bolli rifinn parmesan ostur
- 2 msk hveiti
- 1⁄2 tsk papríkuduft
- 1⁄4 tsk salt
- 1⁄8 tsk pipar
Aðferð:
- Hrærið eggið og mjólkina saman í skál og leggið til hliðar. Takið plastpoka með „rennilás” og setjið í hann ostinn, hveitið og kryddið. Lokið pokanum og hristið vel.
- Veltið fiskinn upp úr eggja-, og mjólkurblöndunni og setjið fiskbitana einn og einn í pokann og hristið vel svo bitinn hjúpist vel.
- Bakið fiskbitana ofnföstu móti í bakaraofni við 180 gráður í um 15-20 mínútur. Tíminn fer eftir því hve þykk stykkin eru.
- Berið fram með fersku salati að eigin vali, hrísgrjónum eða nýjum soðnum kartöflum.
Uppskrift þessi er frá audlindin.is og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?






