Uppskriftir
Fiskur í parmesan hjúpi
Ýsa í raspi er yndislegur matur sem flestir Íslendingar hafa notið frá barnæsku til æviloka. Þetta er réttur sem hefur verið óbreyttur frá upphafi. En það má breyta til og þessi aðferð er bara í meira en góðu lagi. Bara velja uppáhalds fiskinn, hjúpa hann og elda. Flóknara er það ekki.
Innihald:
- 800 g fiskflök svo sem þorskur, ýsa eða koli, roð- og beinlaus í hæfilegum bitum
- 1 egg
- 1 msk mjólk
- 1 bolli rifinn parmesan ostur
- 2 msk hveiti
- 1⁄2 tsk papríkuduft
- 1⁄4 tsk salt
- 1⁄8 tsk pipar
Aðferð:
- Hrærið eggið og mjólkina saman í skál og leggið til hliðar. Takið plastpoka með „rennilás” og setjið í hann ostinn, hveitið og kryddið. Lokið pokanum og hristið vel.
- Veltið fiskinn upp úr eggja-, og mjólkurblöndunni og setjið fiskbitana einn og einn í pokann og hristið vel svo bitinn hjúpist vel.
- Bakið fiskbitana ofnföstu móti í bakaraofni við 180 gráður í um 15-20 mínútur. Tíminn fer eftir því hve þykk stykkin eru.
- Berið fram með fersku salati að eigin vali, hrísgrjónum eða nýjum soðnum kartöflum.
Uppskrift þessi er frá audlindin.is og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni