Frétt
Fiskideginum mikla frestað enn aftur – „Við stefnum ótrauð á afmælishátíð í ágúst 2022“
20 ára afmæli Fiskidagsins mikla bíður enn um sinn. Eins og margir vita þá var Fiskidagurinn mikli 20 ára í ágúst 2020 en hátíðinni var frestað vegna kórónuveirunnar.
Sjá einnig:
Á stjórnarfundi Fiskidagsins mikla 29. mars s.l. var tekin ákvörðun um að fresta Fiskideginum mikla aftur og að fréttatilkynning yrði send út 15. apríl sem er sami dagur og stjórnendur hátíðarinnar tilkynntu frestunina 2020. Ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli. „Við stefnum ótrauð á afmælishátíð í ágúst 2022,“ segir í tilkynningu.
Fiskidagurinn mikli er þannig uppbyggður að ekki yrði hægt að stjórna fjölda þeirra gesta sem sækja hátíðina, og eins er ekki hægt að skipta upp í hólf, ekki haft fjarlægðarreglur, og svo framvegis. Fiskidagurinn mikli sem er matarhátíð er ekki haldinn fyrr en grímunum hefur verið sleppt og ótakmarkaður gestafjöldi leyfður og að gestir geti knúsast áhyggjulaust að hætti Fiskidagsins mikla svo að fátt eitt sé nefnt.
Það kostar mikla vinnu að skipuleggja svona stóra hátíð og óvissan er of mikil til þess að leggja af stað í þetta stóra verkefni, segir í tilkynningu frá Fiskideginum mikla.
„Við tökum enga áhættu og sýnum ábyrgð í verki, við teljum að það verði ekki kominn tími til að safna saman 30.000 manns eftir 3 mánuði. Enn og aftur þökkum við á annaðhundrað styrktaraðilum okkar fyrir stuðninginn og frábært samstarf undanfarin ár og það er einlæg ósk okkar þeir yfirgefi okkur ekki og komi ferskir að vanda með okkur á árinu 2022.“
Fiskidagurinn mikli verður haldin í ágúst 2022 og verður þá haldið upp á 20 ára afmæli hátíðarinnar.
Mynd: Helgi Steinar Halldórsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta