Frétt
Fiskfélagið kaupir leitarorð samkeppnisaðilans á Google – Marta Rún: „…ræna vörumerki og góðu orðspori..“
Það kannast margir við það, þegar fara á út að borða, að „gúggla“ veitingastaðinn fyrir nánari upplýsingar t.d. símanúmer fyrir borðapöntun. Tilgangurinn er auðvitað sá að fá upplýsingar um viðkomandi stað. Fiskfélagið hefur beytt þeirri vafasömu markaðssetningu að kaupa leitarorð samkeppnisaðilans á Google í þeim tilgangi að birtast efst í leitarniðurstöðum þegar orðið Fiskmarkaðurinn er slegið inn, eins og meðfylgjandi skjáskot sýna.
Marta Rún Ársælsdóttir, markaðstjóri Fisk-, og Grillmarkaðarins, vekur athygli á þessu á Instagram hjá sér og birtir skjáskot af google því til sönnunar að Fiskfélagið kaupi leitarorðið Fiskmarkaðurinn. Þar segir hún:
„Í ljósi umræðna og frétta síðustu vikna um rekstur og stöðu veitingastaða í dag furða ég mig á einu. Þegar samkeppnin um hvert sæti er mikil og þeir veitingastaðir sem ég starfa fyrir, vinna hörðum höndum að því að viðhalda góðri þjónustu, að skera ekki niður á gæðum í mat og umfram allt að viðhalda því orðspori sem þeir hafa haft síðastliðin 10-15 ár ár.
Þá fjárfesta aðrir veitingastaðir dýrum dómi í nafninu þeirra hjá Google í leitarorðum.
Með þessu finnst mér þeir ekki einungis vera ræna vörumerki og góðu orðspori heldur villa fyrir bæði erlendum og íslenskum viðskiptavinum sem leita eftir orðinu Fiskmarkaðurinn.
Hvernig væri að einbeita sér að því sem skiptir máli? Hafa metnað í að bjóða upp á góðan mat og vinna að því að búa til gott orðspor undir sínu eigin nafni og vörumerki?“
Marta Rún sagði í samtali við veitingageirinn.is, að hún hafi rætt við starfsfólk Fiskmarkaðarins og þetta hafi því miður valdið leiðinda misskilningi. Fólk hafi ítrekað mætt á Fiskmarkaðinn í þeirri trú að eiga þar pantað borð, en komist svo að því samskiptin hafi í raun verið við Fiskfélagið en ekki Fiskmarkaðinn eins og til stóð.
Myndir: skjáskot / Instagram / Marta Rún
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita