Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fiskbúð Fjallabyggðar komin á fullt með sumaropnun – nýtt yfirbragð og ferskir sjávarréttir

Útisvæðið við Fiskbúðina:
Sumarstemming í Fjallabyggð – gestir njóta veitinga á útisvæðinu við Fiskbúð Fjallabyggðar, með stórbrotna fjallasýn í bakgrunni.
Fiskbúð Fjallabyggðar hefur nú opnað að nýju eftir gagngerar breytingar og býður gestum nú upp á nýja upplifun með áherslu á ferska sjávarrétti í veitingasal. Formleg opnun fór fram um miðjan apríl, en eftir páska var tímabundin pása áður en staðurinn hóf nú sumaropnun af fullum krafti.
Sjá einnig: Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar
Opnunartími staðarins er frá klukkan 11 til 17 alla virka daga og einnig um helgar þegar veður leyfir. Nýja útfærslan felur í sér að hefðbundna fiskborðið, sem áður var hornsteinn starfseminnar, hefur víkið fyrir veitingastað með vönduðum réttum úr sjávarfangi.

Feðgarnir á vaktinni: Hákon Sæmundsson matreiðslumaður ásamt syni sínum í eldhúsi Fiskbúðar Fjallabyggðar.
Við heimsókn fréttamanns Veitingageirans var líf og fjör á staðnum, enda fullt hús gesta. Matreiðslumaðurinn Hákon Sæmundsson hafði í nógu að snúast í eldhúsinu, en gaf sér þó smátíma til myndatöku áður en hann hélt áfram að þjónusta svanga gesti.
Vinsælasti rétturinn meðal gesta er klassískur Fish & Chips, en einnig má finna á matseðlinum plokkfisk með rúgbrauði og smjöri, auk fiskipizzu – allt eldað frá grunni og með áherslu á hráefni úr héraði.

Vinsælustu réttirnir á nýja veitingastaðnum í Fiskbúð Fjallabyggðar – plokkfiskur með rúgbrauði og smjöri og klassískur Fish & Chips
Þrátt fyrir að hefðbundið fiskborð sé ekki lengur starfrækt á staðnum, er áfram í boði úrval af frosnum fiskafurðum fyrir þá sem vilja njóta sjávarfangs heima við. Þar má nefna pakkaða bleikju, þorsk, ýsu, saltfisk, rækjur, plokkfisk og fiskibollur.
Veitingageirinn.is óskar Fiskbúð Fjallabyggðar innilega til hamingju með nýtt upphaf og vel heppnaðar breytingar.
Fiskbúð Fjallabyggðar er staðsett að Aðalgötu 27 á Siglufirði.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup





