Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
FISK kompaní hefur eignast afkvæmi – Myndir og vídeó
Fisk-, og sælkeraverslunin, FISK kompaní, hefur opnað nýtt útibú, en nýja búðin er staðsett á Glerártorgi á Akureyri, við hliðin á Nettó.
FISK kompaní opnaði fyrstu búðina 3. september árið 2013 við Kjarnagötu 2, nánar tiltekið við hliðina á Bónus. Allt frá opnun fiskbúðarinnar hafa vinsældirnar aukist jafnt og þétt.
Eigendur eru þau Ragnar Haukur Hauksson og Ólöf Salmannsdóttir.
Fisk Kompaníið er meira en bara fiskur
Sérstaða FISK kompaní á Akureyri er ferskur fiskur daglega og mikið úrval af fisktegundum og fiskréttum ásamt sælkeravörum og meðlæti. Mikil áhersla er lögð á hollustu og heilsu og að bjóða upp á mikið að bætiefnum hafsins.
FISK kompaní býður einnig upp á glæsilegt kjötborð, þar sem stórsteikur eru í boði, lambahryggi, marinerað kjöt, nautalundir, sérlagaðir hamborgarar svo fátt eitt sé nefnt.
Sjá einnig frétt fyrir 9 árum síðan: FISK kompaní sælkeraverzlun opnar á Akureyri
Með fylgir kynningarmyndband um FISK kompaníið sem gert var í fyrra:
Myndir: facebook / FISK kompaní sælkeraverzlun
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Kokkalandsliðið12 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu

















