Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
FISK kompaní hefur eignast afkvæmi – Myndir og vídeó
Fisk-, og sælkeraverslunin, FISK kompaní, hefur opnað nýtt útibú, en nýja búðin er staðsett á Glerártorgi á Akureyri, við hliðin á Nettó.
FISK kompaní opnaði fyrstu búðina 3. september árið 2013 við Kjarnagötu 2, nánar tiltekið við hliðina á Bónus. Allt frá opnun fiskbúðarinnar hafa vinsældirnar aukist jafnt og þétt.
Eigendur eru þau Ragnar Haukur Hauksson og Ólöf Salmannsdóttir.
Fisk Kompaníið er meira en bara fiskur
Sérstaða FISK kompaní á Akureyri er ferskur fiskur daglega og mikið úrval af fisktegundum og fiskréttum ásamt sælkeravörum og meðlæti. Mikil áhersla er lögð á hollustu og heilsu og að bjóða upp á mikið að bætiefnum hafsins.
FISK kompaní býður einnig upp á glæsilegt kjötborð, þar sem stórsteikur eru í boði, lambahryggi, marinerað kjöt, nautalundir, sérlagaðir hamborgarar svo fátt eitt sé nefnt.
Sjá einnig frétt fyrir 9 árum síðan: FISK kompaní sælkeraverzlun opnar á Akureyri
Með fylgir kynningarmyndband um FISK kompaníið sem gert var í fyrra:
Myndir: facebook / FISK kompaní sælkeraverzlun
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa

















