Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
FISK kompaní hefur eignast afkvæmi – Myndir og vídeó
Fisk-, og sælkeraverslunin, FISK kompaní, hefur opnað nýtt útibú, en nýja búðin er staðsett á Glerártorgi á Akureyri, við hliðin á Nettó.
FISK kompaní opnaði fyrstu búðina 3. september árið 2013 við Kjarnagötu 2, nánar tiltekið við hliðina á Bónus. Allt frá opnun fiskbúðarinnar hafa vinsældirnar aukist jafnt og þétt.
Eigendur eru þau Ragnar Haukur Hauksson og Ólöf Salmannsdóttir.
Fisk Kompaníið er meira en bara fiskur
Sérstaða FISK kompaní á Akureyri er ferskur fiskur daglega og mikið úrval af fisktegundum og fiskréttum ásamt sælkeravörum og meðlæti. Mikil áhersla er lögð á hollustu og heilsu og að bjóða upp á mikið að bætiefnum hafsins.
FISK kompaní býður einnig upp á glæsilegt kjötborð, þar sem stórsteikur eru í boði, lambahryggi, marinerað kjöt, nautalundir, sérlagaðir hamborgarar svo fátt eitt sé nefnt.
Sjá einnig frétt fyrir 9 árum síðan: FISK kompaní sælkeraverzlun opnar á Akureyri
Með fylgir kynningarmyndband um FISK kompaníið sem gert var í fyrra:
Myndir: facebook / FISK kompaní sælkeraverzlun

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas