Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

FISK kompaní sælkeraverzlun opnar á Akureyri – Nokkuð ljóst að þessi búð er komin til að vera

Birting:

þann

FISK kompaní sælkeraverzlun á Akureyri

Það var margt um manninn er fréttamann bar að garði í nýju fisk verslunina á Akureyri. Búðin sem um ræðir ber nafnið „FISK kompaní sælkeraverzlun“ og var opnuð 3. september síðastliðinn. Hún er staðsett á fjölförnum stað í Kjarnagötu, nánar tiltekið við hliðina á Bónus.

Það voru þau Ragnar Haukur Hauksson, Ólöf Salmannsdóttir, Kristín Steindórsdóttir og Aðalsteinn Pálsson sem tóku þetta verðuga verkefni að sér og var það orðið frekar tímabært að margra mati, þar sem að þó nokkuð sé síðan að almennileg fiskverslun var starfrækt á svæðinu. Aðspurð um móttökur sögðu þau „Móttökur hafa verið góðar og almenn ánægja bæjarbúa með framtakið og útkomuna“ og er það orð að sönnu því afar vel er látið af þessari búð.

FISK kompaní sælkeraverzlun á Akureyri

FISK kompaní sælkeraverzlun á Akureyri

Verslunin er opin á mánudaga- fimmtudaga frá 10-18.30, föstudaga 10-19.00 og laugardaga 10-17.00 og er alltaf vel útilátið borð af ferskum fiskvörum á boðstólnum. Húsnæðinu er skipt í verslun, vinnurými til að vinna með hráefnið og útbúa fiskréttina sem seldir eru í versluninni og síðan er svokallað blautrými þar sem fiskurinn er flakaður og snyrtur á viðeigandi hátt.

FISK kompaní sælkeraverzlun á Akureyri

FISK kompaní sælkeraverzlun á Akureyri

Sérstaða FISK kompaní sælkeraverzlun á Akureyri er ferskur fiskur daglega og gríðarlega mikið úrval af fisktegundum og fiskréttum ásamt meðlæti. Mikil áhersla er lögð á hollustu og heilsu og að bjóða upp á mikið að bætiefnum hafsins. Það ætti því að liggja nokkuð ljóst fyrir að þessi búð sé komin til að vera, eða við skulum alla vegana vonaa það þar sem að fiskverslanir á Akureyri virðast eiga djéskotanum erfiðara með að ná fótfestu hér, þó sér í lagi á síðustu misserum.

Magnús Örn Friðriksson matreiðslumeistari skrifar.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið