Keppni
Fish & Chips vagninn og Jömm með áhugaverðustu götubitana – Myndir frá Götubita hátíðinni
Götubita hátíðin Street Food Festival var haldin á Miðbakkanum í Reykjavík s.l. helgi, 19. til 21. júlí. Um tuttugu veitingavagnar, -gámar og -básar voru á staðnum þar sem hægt var að versla fjölbreyttan og girnilegan götubita.
Fish & Chips vagninn sigraði í fyrstu götubitakeppninni á Íslandi

Fish & Chips Vagninn er staðsettur í Vesturbugt í Reykjavík, rétt vestan við gamla slippinn, frá kl. 11 að morgni til kl. 20.30 á kvöldin.
Mynd: facebook / Fish & Chips Vagninn
Samhliða hátíðinni var haldin fyrsta keppnin í “Iceland Street Food Awards” þar sem fjölmargir íslenskir aðilar kepptu um titilinn besti “Götubitinn 2019”.
Það var Fish & Chips vagninn sem hreppti titilinn “Götubitinn 2019” og þar með þátttökurétt að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni – “European Street Food Awards” sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í lok september og kynna þar í fyrsta skiptið íslenskan götubita. Framkvæmdastjóri Fish & Chips matarvagnsins er Árni Rúdolf Árnason, en vagninn er í eigu Fiskkaup hf. Yfir sumarið er vagninn staðsettur við Slippinn út á Granda.
Jömm valið Götubiti fólksins 2019

Gleðisprengjurnar Linda Ýr Stefánsdóttir og Signý Ylfa Sigurðardóttir með verðlaunin.
Mynd: facebook / Jömm
Einnig var kosið um Götubita fólksins 2019 og var það vegan staðurinn Jömm sem hlaut þann titil. Jömm byrjaði sem pop-up skyndibitastaður í gámi á Skeifuplaninu sumarið 2018. Þar framreiddi ofvirkt vegan starfsfólk sóðalega Oumph! rétti í sönnum götumatarstíl. Bragðmikið, einfalt og toppað með óhóflegu magni af vegan mæjósósum.
Eftir að markaðurinn pakkaði saman í lok sumars upphófst mikill söknuður bæði hjá Jömm fíklum og eigendum og því var ákveðið að snúa aftur í Veganúar 2019 með djúsí Oumph! samlokur sem fást nú víða á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem Jömm sósurnar er nú hægt að kaupa í verslunum Hagkaups og Nettó.
Þann 1. maí 2019 opnaði svo Jömm skyndibitastaðurinn aftur á Kringlutorgi og er þar kominn með varanlega staðsetningu.
Upprunalegi Jömm gámurinn var dreginn fram aftur helgina 19. – 21. júlí 2019 í tilefni Reykjavík Street Food hátíðarinnar og var sem fyrr segir valinn Götubiti fólksins í ár.
Dómarar í keppninni voru Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður, Binni Löve samfélagsmiðlastjarna, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumaður, Shruti Biasappa hjá Grapevine og Björg Magnúsdóttir hjá RÚV.
Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson / Veitingageirinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt21 klukkustund síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?