Vertu memm

Frétt

Fiona Sims hjá Guardian kolféll fyrir íslenskum veitingastöðum

Birting:

þann

Fiona Sims hjá Guardian

Fiona var hér á landi fyrir stuttu en hún hefur ferðast um heiminn í nokkur ár og skrifað um veitingastaði og vín og gefið út bækur, einnig má til gamans geta þess að hún hefur 5 sinnum skrifað krítik um El Bulli á Spáni, þannig að þarna er á ferð persóna sem veit ýmislegt.

Ósk hennar var að fara á staði með nýjum yfirmatreiðslumönnum, sem væru undir þrítugt, og væru að skapa sér nafn í faginu, faglegur ráðgjafi var Úlfar Finnbjörnsson hjá Gestgjafanum, og urðu eftirfarandi staðir fyrir valinu: Orange, Vox, Panorama, Fiskmarkaðurinn og Humarhúsið

Hér verður stiklað á stóru í umsögnum hennar:

Orange – Chef Þórarinn Eggertsson
Hún segir að á Orange hafi það verið eins og flugeldasýning með þurrís, helíum og nítrogen, staffið klætt í hrekkjuvökubúning og þar fram eftir götunum eða eins og Tóti sagði henni að hann væri upphafsmaður á “fun fine dinning“ á Íslandi.

Fiskmarkaðurinn – Chef Hrefna Rós Sætran
Hún sé undir asíuahrifum í útfærslum á matseðli sínum, lýsing sé drungaleg, innrétting byggð upp á bambus og gestir staðarins úr þotuliði borgarinnar.

Panorama – Chef Eyjólfur Gestur Ingólfsson
Hún var mjög hrifin af útsýninu og hrósar matnum, en nefnir að diskurinn hafi helst til verið of stór.

Humarhúsið – Chef Ottó Magnússon
Hún nefnir sérstaklega hvað humarinn hafi verið góður og í góðu jafnvægi við önnur brögð í réttunum.

Vox – Chef Gunnar Karl Gíslasson
Hún á ekki til nógu kröftug lýsingarorð til að lýsa upplifun sinni á Vox og þeirri eldamennsku sem þar er stunduð, og  undraðist hún það mjög að Michelin spæjari væri ekki búinn að taka Vox út.

Hún tekur það djúpt í árinna að segja að næsta hit í matreiðsluheiminum sé “ný norrænt eldhús“

Yfir heildina var hún mjög ánægð og sagði að það væri hár standard á veitingastöðum hér á landi og annað sem þið ágætu veitingamenn og cheffar ættuð að hafa í huga þá hefur það heyrst í London að matargagnrýnendur þar horfi mikið til Íslands vegna þess hversu hagstætt það er fyrir þá að heimsækja landið nú um stundir, þannig að verið á tánum.

Hægt er að lesa fréttina í heild sinni með því að smella hér.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið