Viðtöl, örfréttir & frumraun
Finnska heimsendingarþjónustan Wolt hefur hafið starfsemi á Íslandi – Í fyrsta sinn hægt að panta KFC heim
Forsvarsmenn Wolt fyrirtækisins segjast vera rétt að byrja og að þegar fram líði stundir verði hægt að panta nánast allt heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum Wolt-appið.
Finnska heimsendingarþjónustan Wolt hefur starfsemi á Íslandi í dag. Fyrst um sinn starfar Wolt einungis í póstnúmerunum 101-108 í Reykjavík, 200 í Kópavogi og á Seltjarnarnesi en fljótlega mun starfssvæðið stækka innan höfuðborgarsvæðisins.
Fólk getur pantað fjölda ólíkra vara með Wolt og fengið þær sendar heim að dyrum 30-40 mínútum síðar. Allt frá blómum og réttum af veitingastöðum til raftækja og matvara. Þegar er hægt að panta úr bakaríi hjá Wolt og fljótlega bætist við fiskbúð. Einn vinsælasti vöruflokkurinn hjá Wolt á heimsvísu eru hjálpartæki ástarlífsins en þau er einnig að finna í íslenska appinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk heimsendingarþjónusta er í boði hér á landi en Wolt starfar nú í 25 löndum og er Ísland síðasta landið á Norðurlöndunum til að bætast í hópinn. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast vera rétt að byrja og að þegar fram líða stundir verði hægt að panta nánast allt heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum Wolt-appið.
Fyrirtækið segir að þessi breyting muni hafa umtalsverð jákvæð áhrif á bæði hverfisverslanir og verslanir í nágrenni viðskiptavina, en sendlar Wolt sækja vörurnar sem næst sendingarstaðnum og koma þeim til skila.
Elisabeth Stenersen, framkvæmdastjóri Wolt í Noregi og á Íslandi, segist afar spennt vegna inngöngu Wolts á Íslandsmarkað.
„Wolt hóf göngu sína sem sendingarþjónusta á Norðurlöndunum og við erum því sannfærð um að við getum einnig boðið íslenskum viðskiptavinum upp á framúrskarandi þjónustu.
Við viljum að þjónustan sé þægileg og á viðráðanlegu verði svo að fólki sé kleift að nýta sér hana dagsdaglega.“
Í fyrsta sinn hægt að panta KFC heim
Sendingargjald Wolt er að lágmarki 499 kr. og að meðaltali er gjaldið undir 1.000 kr. Nú þegar hafa um 100 veitingastaðir skráð sig hjá Wolt, auk matvöruverslunar, blómabúðar, bókabúðar og barnavöruverslunar. Þá er þegar hægt að panta mat frá ýmsum skyndibitastöðum eins og Joe & the Juice og Hraðlestinni og fljótlega einnig frá KFC, sem eru tímamót því aldrei fyrr hefur verið hægt að panta KFC-kjúkling í heimsendingu á Íslandi.
„Það gerist reglulega að fólk þurfi að fá hluti senda heim með hraði. Stundum klárast bleyjurnar óvænt eða fólk man skyndilega að mamma þeirra á afmæli í dag og vill senda henni blómvönd. Með tilkomu Wolt er nú hægt að opna appið, velja vöruna sem þig vantar og panta hana, allt á örfáum mínútum.
Sendill frá Wolt kemur með sendinguna upp að dyrum eftir 30-40 mínútur. Greiðslan fer fram í gegnum appið og þjónustufulltrúar okkar eru ávallt til taks á meðan sendingu og pöntun stendur.“
segir Elisabeth að lokum.
Sjá nánar á heimasíðu Wolt hér og í appinu.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir