Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Ferskir straumar frá Svíþjóð á Mikkeller & Friends Reykjavík

Birting:

þann

Omnipollo - Henok Fentie

Henok Fentie

Eitt af ferskari brugghúsum Norðurlanda tekur yfir dælurnar á Mikkeller & Friends Reykjavík.

Næstkomandi föstudag, 16. október, mun Mikkeller & Friends Reykjavík á Hverfisgötu 12 blása til sannkallaðrar bjór veislu þar sem sænska „sígauna“ brugghúsið Omnipollo verður í aðalhlutverki.  Á krana verða átta bjórar frá sænska dúóinu sem vakið hefur mikla lukku í heimi handverksbjóra.

Omnipollo var stofnað 2011 af Henok Fentie og Karl Grandin. Henok var afar efnilegur heimabruggari og Karl hönnuður sem m.a. er frægur fyrir að vera annar af stofnendum Cheap Monday fatamerkisins. Líkt og Mikkeller eru þeir félagar svo kallað „sígauna“ (gypsy) brugghús en í eðli orðsins felst að þeir eiga ekki brugghús en brugga þá bjór sinn í brugghúsum sem þeir treysta til. Omnipollo hefur fengið mikið lof fyrir frábæra bjóra, þá aðallega í IPA- , stout-  og súrum bjór stílum. Einnig hafa þeir fengið verðskuldaða athygli fyrir hönnun en mögnuð grafík frá Karl Grandin prýðir allar flöskur þeirra.

Omnipollo - Karl Gardin

Karl Gardin

Til merkis um að frægðarsól þeirra má nefna að á þessu ári stofnuðu þeir sitt eigið veitingahús í Stokkhólmi, Omnipollos Hat, sem sérhæfir sig í pizzagerð og bjór. Einnig hafa þeir prýtt Ratebeer Top 100 yfir bestu bruggara í heimi.

Nokkrir af allra bestu bjórum Omnipollo verða á krana á föstudaginn og má þar nefna Bianca Mongo Lassi Gose, Fatamorgana Double IPA, Pecan Mud Stout, Fruit Tap 2 Lemonade Pale Ale og Ice Cream Pale Ale svo eitthvað sé nefnt.

Það er klárt mál að það verður að hætta vinnu snemma á föstudaginn!

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið