Frétt
Ferskar kjötvörur fá heimild til að e-merkja forpakkaðar vörur
Neytendastofa veitti nú í mánuðinum fyrirtækinu Ferskar kjötvörur ehf. heimild til að e-merkja ákveðnar vörur frá þeim. Um er að ræða nautgripahakk og nokkrar stærðir að hamborgurum.
Notkun á e-merki á forpakkaðar vörur er einungis heimil þeim fyrirtækjum sem uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 437/2009 um e-merktar forpakkningar. Í því felst að Neytendastofa hefur tekið út pökkunarferlið og framkvæmt úrtaksvigtun þar sem staðfest er að magn vörunnar sem ætlað er að e-merkja er ávallt innan þeirra marka sem krafist er.
Þetta þýðir að kaupandi vörunnar á að geta treyst því að raunmagn vörunnar er í samræmi við uppgefið magn á pakkningu. Framleiðsluferlið varðandi vigtun vörunnar er það traust að varan á að vera innan leyfilegra fráviksmarka og eins á framleiðslulotan að vera í samræmi við leyfða meðaltalsvigt.
Staðsetning e-merkis er við hliðina á magnmerkingu vörunnar og því ætti að vera auðvelt fyrir neytendur að skoða hvort þessi vottun á magni vörunnar er til staðar.
Mynd: Neytendastofa
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati