Uppskriftir
Fersk tindabikkja – Uppskrift

Kæst skata
Þeir sem ekki hafa áhuga á að borða kæsta skötu á Þorláksmessu, þá mælum við með þessari uppskrift, enda heitir hún: Fersk Þorláksmessu-tindabikkja í stökkum heslihnetuhjúp með tómat-Vierge-sósu. Tindabikkjan er ekki algeng á matborðum okkar Íslendinga, en víða erlendis þykir hún hið mesta lostæti.
Aðalréttur fyrir fjóra.
bolli saxaðar heslihnetur
2 tsk. hveiti
4 stk. tindabikkjubörð, hvert á að vera 210 g
Tómat Vierge-sósa:
220 g niðursuðutómatar grófsaxaðir
3 stk. hvítlauksgeirar, sneiddir
1 tsk. hlynsíróp
1 msk. sesamolía
tsk. kóríanderfræ
tsk. kúmen
12 tsk. limesafi (má vera minna, fer eftir smekk)
1 dl ólífuolía
Aðferðin
Setjið heslihneturnar og hveitið í skál og blandið vel saman, þrýstið tindabikkjubörðunum vel ofan í heslihneturnar og steikið tindabikkjuna ljósbrúna og gefið með tómat-Vierge-sósuna.
Aðferð fyrir Vierge-sósu: Allt sett í pott og hitað upp að suðumarki og látið standa í hita í u.þ.b. 15 mínútur.
Höfundur er Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
Gömul uppskrift sem birt var í Morgunblaðinu 16. desember 1998

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?