Frétt
Ferðagjöfin til Íslendinga er nú aðgengileg
Ferðagjöfin er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda og liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Þannig er greinin efld samhliða því að landsmenn eru hvattir til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.
Á vef Ferðamálastofu www.ferdalag.is má sjá þau fyrirtæki sem hyggjast taka á móti Ferðagjöfinni, þar með talin hótel, gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaði auk þess sem þar er hægt að sjá ýmis tilboð í tengslum við verkefnið. Enn er hægt að skrá fyrirtæki til leiks.
Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr fá rafræna Ferðagjöf að upphæð 5000 kr. Þeir sem ekki nýta Ferðagjöfina geta gefið hana áfram, en hver einstaklingur getur notað að hámarki 15 gjafir. Hægt er að nota Ferðagjöfina til næstu áramóta.
Allar nánari upplýsingar má finna hér.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra:
„Það er mjög ánægjulegt að þessari ívilnun í þágu ferðalaga innanlands hafi nú verið hleypt af stokkunum. Einn og hálfur milljarður er töluverð fjárhæð og þó að hlutur hvers og eins skipti kannski ekki sköpum fyrir einstaklinginn felst í honum er þetta ótvíræð hvatning um að nýta þá fjölbreyttu og góðu þjónustu sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða.
Ég þakka öllum sem unnu hörðum höndum að tæknilegri útfærslu á verkefninu og ég vona að þetta íslenska ferðasumar verði okkur sem flestum bæði ánægjulegt og eftirminnilegt.“
Hægt er að nálgast Ferðagjöfina með rafrænum skilríkum eða íslykli á https://ferdagjof.island.is/
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður