Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Félagsstarfsemi Klúbbs matreiðslumeistara hefst í september

Birting:

þann

Bak við tjöldin á Sjúkrahótelinu – 6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk - Klúbbur matreiðslumeistara (KM)

Frá félagsfundi Klúbbs matreiðslumeistara (KM) í Reykjavík 4. mars á Sjúkrahóteli Landspítalans.
Mynd: kokkalandslidid.is

Haustið er gengið í garð og félagsárið hjá Klúbbi matreiðslumeistara er að taka við sér á ný. Spennan magnast meðal félagsmanna sem nú fara að hittast á fyrstu fundum allra deilda og stilla saman strengi fyrir veturinn framundan.

KM Reykjavík ríður á vaðið þriðjudaginn 9. september með félagsfund hjá BVT. Viku síðar, þriðjudaginn 16. september, heldur KM Suðurland sinn fund á Gullfosskaffi. Þá tekur KM Norðurland við og boðar til fyrsta fundar síns þriðjudaginn 14. október.

Á öllum fundunum verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Þar verða meðal annars fyrirlestrar, happdrætti, yfirferð á vetrarstarfi og ýmis skemmtilegheit sem gera fundina lifandi og áhugaverða.

Klúbburinn hvetur alla félagsmenn til að fjölmenna, taka þátt og leggja sitt af mörkum til öflugs og skapandi félagsstarfs á komandi misserum.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið