Viðtöl, örfréttir & frumraun
Félagsstarfsemi Klúbbs matreiðslumeistara hefst í september

Frá félagsfundi Klúbbs matreiðslumeistara (KM) í Reykjavík 4. mars á Sjúkrahóteli Landspítalans.
Mynd: kokkalandslidid.is
Haustið er gengið í garð og félagsárið hjá Klúbbi matreiðslumeistara er að taka við sér á ný. Spennan magnast meðal félagsmanna sem nú fara að hittast á fyrstu fundum allra deilda og stilla saman strengi fyrir veturinn framundan.
KM Reykjavík ríður á vaðið þriðjudaginn 9. september með félagsfund hjá BVT. Viku síðar, þriðjudaginn 16. september, heldur KM Suðurland sinn fund á Gullfosskaffi. Þá tekur KM Norðurland við og boðar til fyrsta fundar síns þriðjudaginn 14. október.
Á öllum fundunum verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Þar verða meðal annars fyrirlestrar, happdrætti, yfirferð á vetrarstarfi og ýmis skemmtilegheit sem gera fundina lifandi og áhugaverða.
Klúbburinn hvetur alla félagsmenn til að fjölmenna, taka þátt og leggja sitt af mörkum til öflugs og skapandi félagsstarfs á komandi misserum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað





