Vertu memm

Keppni

Feðgarnir búnir að keppa | Bjarni: „Gabríel dró gamla kallinn að landi“

Birting:

þann

Í dag fór fram fyrri keppnisdagur Global Chefs Challange sem haldin er í borginni Kuala Lumpur í Malasíu. Það eru 19 lönd sem keppa og voru níu lönd sem kepptu í dag og seinni keppnisdagur verður haldinn á morgun þar sem tíu lönd keppa.

Það er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari sem keppir fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var sonur hans Gabríel Kristinn Bjarnason matreiðslunemi.

Myndir: Snapchat / Veitingageirinn

Sjá einnig: Feðgarnir Bjarni og Gabríel keppa í Global Chefs Challange í Malasíu

Keppendur elda fjögurra rétta matseðil fyrir 12 manns og hafa 5 klukkustundir til að elda herlegheitin.

Matseðillinn sem að feðgarnir kepptu með í dag:

  • Bakað og útstungið grasker, með papriku frauði, kavíar á stökku kexi, brúnuð smjörsósa með anis olíu og karsa.
  • “STERLING” lúða með kóngakrabba og grilluðum humar, jarðskokkar á þrjá vegu á smjördeigs og þara lögum, skelfisk rjómasósa og fjörujurtum.
  • Steiktur kálfa hryggvöðvi, kálfaskanki og-tunga, framreitt með fölsku seljurótar“ beini” með merg Hollaandaise sósu.
  • Dökk súkkulaði mús með “ DILMAH EARL GRAY” te, blóðappelsínu og hindberja samleik með heitum kleinuhring og „Zallotti“ blómum.

Snapchat veitingageirans var á staðnum og sýndi Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari hvernig keppnin fór fram. Að lokum spurði Hafliði feðgana um keppnina og þetta höfðu þeir um það að segja:

„Nokkuð sáttir, 10 ár frá síðustu keppni og Gabríel dró gamla kallinn að landi“

sagði Bjarni hress.

„Það hefði ekki getað gengið betur“

sagði Gabríel.

Úrslitin verða kynnt á laugardagskvöldið næstkomandi, sem verða birt hér um leið og fréttir berast.

Hér að neðan er Íslenski bæklingurinn sem dreifður var til dómara:

Global Chefs Challange í Malasíu 2018 - Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason

Global Chefs Challange í Malasíu 2018 - Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason

Global Chefs Challange í Malasíu 2018 - Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason

Global Chefs Challange í Malasíu 2018 - Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason

Global Chefs Challange í Malasíu 2018 - Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason

Global Chefs Challange í Malasíu 2018 - Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason

Global Chefs Challange í Malasíu 2018 - Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason

Global Chefs Challange í Malasíu 2018 - Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason

Global Chefs Challange í Malasíu 2018 - Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason

Global Chefs Challange í Malasíu 2018 - Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason

Myndir: Snapchat / Veitingageirinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið