Keppni
Feðgarnir Bjarni og Gabríel keppa í Global Chefs Challange í Malasíu
Ráðstefna Alheimssamtaka Matreiðslumanna verður haldin í borginni Kuala Lumpur í Malasíu, 11. til 14. júlí næstkomandi.
Ráðstefnan samanstendur af rúmlega 100 aðildarríkjum, leiðandi fyrirtækjum og fagmönnum í veitingabransanum, áhugafólki um matarlist, keppni og margt fleira.
Keppnin Global Chefs Challange verður haldin samhliða ráðstefnunni en keppnin var fyrst haldin fyrir 10 árum síðan.
Sjá einnig: Alheimssamtökin halda í fyrsta sinn matreiðslukeppni
Í ár keppir Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari fyrir Íslands hönd og til aðstoðar verður sonur hans Gabríel Kristinn Bjarnason matreiðslunemi. Bjarni starfar sem yfirmatreiðslumaður í Hörpunni og Gabríel lærir fræðin sín á Hótel Sögu.
Keppendur elda fjögurra rétta matseðil fyrir 12 manns og hafa 5 klukkustundir til að elda herlegheitin.
Matseðillinn sem að feðgarnir bjóða upp á er:
- Bakað og útstungið grasker, með papriku frauði, kavíar á stökku kexi, brúnuð smjörsósa með anis olíu og karsa.
- „STERLING“ lúða með kóngakrabba og grilluðum humar, jarðskokkar á þrjá vegu á smjördeigs og þara lögum, skelfisk rjómasósa og fjörujurtum.
- Steiktur kálfa hryggvöðvi, kálfaskanki og-tunga, framreitt með fölsku seljurótar“ beini” með merg Hollaandaise sósu.
- Dökk súkkulaði mús með “ DILMAH EARL GRAY” te, blóðappelsínu og hindberja samleik með heitum kleinuhring og „Zallotti“ blómum.
Eftirfarandi lönd taka þátt í Global Chefs Challange:
12. júlí:
England
Japan
Noregur
Danmörk
Bandaríkin
Tæland
Kolombía
Malasía
Þýskaland
Ísland
13. júlí:
Ítalía
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Svíþjóð
Finnland
Kanada
Holland
Singapore
Ungverjaland
Skotland
Ástralía
Fleira tengt efni:
Þessi ráðstefna og matarsýning er klárlega fyrir alla í veitingabransanum
Mynd: úr einkasafni / Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana