Markaðurinn
Farsælt samstarf Icelandic Lamb við íslenska veitingastaði
Þann 28. maí síðastliðin afhenti Icelandic Lamb 9 samstarfsveitingastöðum sínum Award Of Excellence viðurkenningu en við höfum frá upphafi litið á viðurkenninguna sem hvatningu til áframhaldandi góðra verka veitingastaðanna. Margir samstarfsaðila okkar standa sig afar vel við að segja söguna af íslenska lambinu og verður sífellt erfiðara fyrir dómefnd að velja úr hópi 170 samstarfsveitingastaða Icelandic Lamb.
Niðurstöður kannana Gallup síðastliðin þrjú ár hafa sýnt fram á afrakstur samstarfsins, en lambakjötið er sú íslenska afurð sem flestir ferðamenn borða í Íslandsheimsókninni. Fjöldi veitingamanna veit hvers virði þess að segja sögur af matvælunum sem þeir bjóða upp á. Þeir sjá hve verðmætt það er segja sögur af hráefnunum og matarhefðum íslendinga og hafa fyrir vikið gert íslenskt lambakjöt enn sýnilegra á matseðlum sínum og lagt sig fram við að gera upplifun veitingahúsagesta eftirminnilegri.
Tilgangur og markmið samstarfs Icelandic Lamb við veitingastaði er að stuðla að því að íslensku lambakjöti sé skapaður frekari sess sem hágæða vara og auka neyslu ferðamanna. Þessa daganna eru starfsmenn Icelandic Lamb að funda með framlínufólki allra samstarfsveitingastaða til þess að skerpa betur á samstarfinu. Markmið þessa funda er að auka sýnileika Icelandic Lamb inni á samstarfsveitingastöðunum og kynna verkefnið betur. Í byrjun árs var unnin verkfærakista fyrir veitingastaðina sem auðveldar þeim að nýta efni Icelandic Lamb betur við markaðssetningu á lambakjöti. Við hvetjum samstarfsaðila okkar til notkunar á verkfærakistu Icelandic Lamb á sem víðtækastan hátt og erum tilbúin til samtals og leiðsagnar um notkun þess.
Hafliði Halldórsson
Framkvæmdastjóri Icelandic Lamb
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024