Viðtöl, örfréttir & frumraun
Farðu norður og niður
Forsaga og undirbúningur.
Ég bjó í Noregi á árunum 1979-1984 lengst af í Larvík og var Souschef á stóru og flottu hóteli þar Grand hótel.
Fljótlega eftir að ég byrjaði þar hætti veitingastjórinn Roar Holm og réði sig til staðar sem tilheyrir Noregi en það var Svalbarði. Þetta þótti mér framandi og spennandi og að eftirgrennslan var nú ekki mikið um ferðamenn á þeim slóðum á þeim árum.
Ákvörðun hans hefur blundað í mér síðan eða yfir 40 ár.
Á Svalbarða hefur verið stunduð námavinnsla mest þó kol og hófst fyrir rúmum hundrað árum. Að þekktum örsökum hefur þessari vinnslu að mestu verið hætt, en ferðamannaiðnaður komið í staðinn og hófst einmitt á upp frá því að Roar Holm fluttist þangað og í þessari litlu byggð sem Longyearbyen er og telur um 2500 manns komu þangað um 73000 ferðamenn 2019.
Flogið er til eyjunnar átta sinnum í viku allt árið en eyjan er á 78° breiddargráðu og er er nyrsta byggð að norður pólnum.
Gistirými er um 1000 manns í 500 herbergjum sem eru í 10 hótelum og gistihúsum.
Það eru 10 veitingahús og öll í göngufjarlægð frá gististöðunum
Nokkrar staðreyndir um Svalbarða
- Bannað er að deyja þar
- Bannað er að fara á útiskóm inn á veitingastaði og hótel
- Bannð er að fara út fyrir bæjarmörkin án byssu
Ferðin til Svalbarða
Þann 11. nóvember 2021 eða fyrir ári fór ég í þessa ferð sem er nú til umfjöllunar.
Flogið var frá Keflavík til Osló og daginn eftir frá Osló til Tromsö og þaðan til Longyearbyen.
Þess skal getið að þá er Pólarveturinn nýlagstur yfir og myrkur allan sólarhringinn, sem varir í tvo og hálfan mánuð. Gisti ég á nyrsta Radisson Blue hótelinu í heiminum. Þetta var 3ja nátta gisting og fór ég t.d. fyrst í ferð með rútu út fyrir bæjarmörkin þar sem tók á móti okkur vert með byssu um öxl og bauð til veislu í eftirlíkingu af húsi Barentz, þess sem búsetti sig á Svalbarða en þá voru þetta kallaðar Barentzeyjar.
Þetta var svona samsæti kringum eldstó og bornir fram drykkir svo var framborið reinsdyrbidos, risastór hreindýrapottur svo var fyrirlestur um eyjarnar og sögu búsetu þar.
Hitastigið þarna var mínus 18°c en veturinn er oftast með hitastig svona á milli mínus 15- 30°c.
Þar er fjölmargt að skoða þarna s.s. snjósleðaferðir, hundasleðaferðir, kolanámuferð, tvö áhugaverð söfn, brugghúsaferð ( þeir eru með bjórframleiðslu ), norðurljósaferðir og allskonar uppákomur.
Að vera þarna er svona svolítið eins og maður getur hugsað sér í gullnámu borg fyrir utan Bordell. Það má segja að hótel og gististaðir séu við- og til hliðar við svo 600 metra götu.
Og það er líf þarna alla daga og öll kvöld. Margir af þessum veitingastöðum eru ekki eftirbátar staða sem við þekkjum og 3 allavega eru framúrskarandi. Prófaði ég nokkra og læt fylgja myndir hérna með, sem og hlekki á nokkra vefsíður.
Einu skilyrði þess að búa þarna er að þú hafir húsnæði og vinnu, svo er þetta tax free svæði svo að allt er mun ódýrara en í Noregi og sem dæmi þá er vínbúðin þarna Duty free verslun fyrir alla eyjaskeggja og gesti og verð á veitingastöðunum er mun lægra en uppi á fastalandinu.
Það lætur engan ósnortinn að fara til Svalbarða hvort sem er um sumar eða vetur. Þetta er fyrir þá sem vilja sjá og upplifa eitthvað allt annað. En til þess þarftu að fara NORÐUR OG NIÐUR.
Sjá nánari upplýsingar um Svalbarða á eftirfarandi vefslóðum:
Smellið hér til að lesa um 30 atriði sem þú ættir að vita áður en þú heimsækir Svalbarða.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast