Frétt
Fagorðalisti ferðaþjónustunnar er kominn út
Til að efla góða samvinnu og sameiginlegan skilning starfsfólks í ferðaþjónustu hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tekið saman lista yfir algeng orð sem notuð eru í greininni. Orðalistarnir eru á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku og eru aðgengilegir á prentuðum veggspjöldum og á heimasíðu Hæfnisetursins. Þar má jafnframt heyra framburð orðanna á íslensku og senda inn tillögur að fleiri orðum. Fagorðalistinn var unninn í samstarfi við SAF og starfsgreinaráð matvæla-, veitinga- og þjónustugreina.
Nálgast má veggspjöldin á skrifstofu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og á skrifstofu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) eða panta þau hér. Hægt er að velja orðalista fyrir móttöku, þrif og umgengni, eldhús, afþreyingu og þjónustu í sal.
Smelltu hér til að ná í orðalista af heimasíðunni og hlusta á framburðinn.
„Vonir standa til þess að fagorðalistinn gagnist fyrirtækjum og geti auðveldað samskipti á vinnustað.‟
Segir María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Mynd: skjáskot af heimasíðu Hæfnisetursins.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan