Vertu memm

Frétt

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar er kominn út

Birting:

þann

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar

Til að efla góða samvinnu og sameiginlegan skilning starfsfólks í ferðaþjónustu hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tekið saman lista yfir algeng orð sem notuð eru í greininni. Orðalistarnir eru á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku og eru aðgengilegir á prentuðum veggspjöldum og á heimasíðu Hæfnisetursins. Þar má jafnframt heyra framburð orðanna á íslensku og senda inn tillögur að fleiri orðum. Fagorðalistinn var unninn í samstarfi við SAF og starfsgreinaráð matvæla-, veitinga- og þjónustugreina.

Nálgast má veggspjöldin á skrifstofu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og á skrifstofu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) eða panta þau hér. Hægt er að velja orðalista fyrir móttöku, þrif og umgengni, eldhús, afþreyingu og þjónustu í sal.

Smelltu hér til að ná í orðalista af heimasíðunni og hlusta á framburðinn.

„Vonir standa til þess að fagorðalistinn gagnist fyrirtækjum og geti auðveldað samskipti á vinnustað.‟

Segir María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Mynd: skjáskot af heimasíðu Hæfnisetursins.

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið