Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Fagmennirnir Hafsteinn og Ólöf opna nýjan veitingastað – Myndir

Birting:

þann

Bál Vín og Grill er nýr veitingastaður í flóru veitingastaða í nýju mathöllinni Borg29 sem staðsett er við Borgartún 29 í Reykjavík.  Áætlað er að opna Borg29 formlega á þriðjudaginn 20. apríl n.k. ef samkomutakmarkanir leyfa.

Fólkið á bak við Bál er kærustuparið Hafsteinn Ólafsson og Ólöf Vala Ólafsdóttir.

 

Hafsteinn Ólafsson

Hafsteinn útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2012 frá Hilton Nordica.  Hann hefur átt farsælan feril í keppnismatreiðslu, hann hefur meðal annars unnið til gull og silfur verðlauna á Ólympíuleikum og Heimsleikum í matreiðslu með Kokkalandsliðinu á árunum 2013 til 2017. Einnig vann hann titilinn Kokkur ársins árið 2017.

Fleiri fréttir af Hafsteini hér.

Ólöf Vala Ólafsdóttir

Ólöf er framreiðslumeistari að mennt og sommelier (vínþjónn). Hún útskrifaðist frá Hilton Nordica 2014 og hefur síðan sótt sommelier menntun í alþjóðlegu skólana Master Sommelier og W.S.E.T.

Fleiri fréttir af Ólöfu hér.

„Okkur fannst vanta meira úrval af vínbörum og veitingastöðum sem bjóða upp á vín í hærri gæðaflokki á samgjörnu verði.“

Sagði Ólöf í samtali við veitingageirinn.is

Út frá þeim pælingum fæddist hugmyndin að Bál.  Eldað er á Japanska Robata kolagrillinu sem gefur matnum einstakan kolagrill keim.  Matseðillinn býður upp á úrval smærri rétta sem bornir eru fram með grilluðu flatbrauði. Einnig er í boði ýmiskonar grillspjót og stærri rétti.

„Við leggjum áherslu á að bjóða uppá fjölbreytt úrval af gæða léttvíni bæði í glösum og flösku en það eru yfir tíu gerðir í boði á glasavís.“

Sagði Ólöf að lokum.

Bál Vín og Grill

Nautatartar & grillað brauð

Bál Vín og Grill

Nauta ribeye með reyktum beinmerg

Sjá einnig:

Ný og glæsileg mathöll opnar í miðju „Wall street“ Íslands

Myndir: Facebook / Instagram / Bál Vín og Grill

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið