Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fagmennirnir Hafsteinn og Ólöf opna nýjan veitingastað – Myndir
- Hafsteinn Ólafsson
- Ólöf Vala Ólafsdóttir
Bál Vín og Grill er nýr veitingastaður í flóru veitingastaða í nýju mathöllinni Borg29 sem staðsett er við Borgartún 29 í Reykjavík. Áætlað er að opna Borg29 formlega á þriðjudaginn 20. apríl n.k. ef samkomutakmarkanir leyfa.
Fólkið á bak við Bál er kærustuparið Hafsteinn Ólafsson og Ólöf Vala Ólafsdóttir.
Hafsteinn Ólafsson
Hafsteinn útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2012 frá Hilton Nordica. Hann hefur átt farsælan feril í keppnismatreiðslu, hann hefur meðal annars unnið til gull og silfur verðlauna á Ólympíuleikum og Heimsleikum í matreiðslu með Kokkalandsliðinu á árunum 2013 til 2017. Einnig vann hann titilinn Kokkur ársins árið 2017.
Fleiri fréttir af Hafsteini hér.
Ólöf Vala Ólafsdóttir
Ólöf er framreiðslumeistari að mennt og sommelier (vínþjónn). Hún útskrifaðist frá Hilton Nordica 2014 og hefur síðan sótt sommelier menntun í alþjóðlegu skólana Master Sommelier og W.S.E.T.
„Okkur fannst vanta meira úrval af vínbörum og veitingastöðum sem bjóða upp á vín í hærri gæðaflokki á samgjörnu verði.“
Sagði Ólöf í samtali við veitingageirinn.is
Út frá þeim pælingum fæddist hugmyndin að Bál. Eldað er á Japanska Robata kolagrillinu sem gefur matnum einstakan kolagrill keim. Matseðillinn býður upp á úrval smærri rétta sem bornir eru fram með grilluðu flatbrauði. Einnig er í boði ýmiskonar grillspjót og stærri rétti.
„Við leggjum áherslu á að bjóða uppá fjölbreytt úrval af gæða léttvíni bæði í glösum og flösku en það eru yfir tíu gerðir í boði á glasavís.“
Sagði Ólöf að lokum.
Sjá einnig:
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park











