Markaðurinn
Fagmenn mæla með kryddum frá Kryddhúsinu
Matreiðslumeistararnir Garðar Agnarsson Hall, Jóhann Ingi Reynisson og Sveinn Kjartansson eiga eitt sameiginlegt, en þeir mæla allir með kryddunum frá Kryddhúsinu.
Garðar Agnarsson Hall matreiðslumeistari hjá KPMG
„Gæði Kryddsins og samsetningar bera af. Ólíkt öllu öðru kryddi sem ég hef notað áður“
Sjá fleiri frétt um Garðar hér.
„Hjá kryddhúsinu fara saman gæði og bragð sem gerir kryddið svo eftirsóknarvert“
Sjá fleiri fréttir um Jóhann hér.
„Ég elda heilsusamleg mat frá grunni og vel kryddið frá Kryddhúsinu sem er í frábærum gæðum og án allra aukaefna.“
Sjá fleiri fréttir um Svein hér.
Um Kryddhúsið
Kryddhúsið er fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 2015 af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Omry er alinn upp við ríka kryddhefð matarmenningu miðausturlanda. Hann er frá Ísrael og á ættir að rekja til Marokkó og Íraks. Ólöf er menntuð í náttúrulækningum og hennar nálgun er næringargildi kryddsins og eiginleikar ásamt góðu bragði. Í Kryddhúsinu sameinast bakgrunnur þeirra beggja ásamt ástríðu fyrir góðum og hollum mat.
Starfsemin
Kryddhúsið hóf starfsemi sína í Þverholti 7, Reykjavík sem lítil en metnaðarfull kryddverslun “Krydd & Tehúsið” sem bauð upp á rúmlega hundrað og fjörutíu tegundir af kryddi og tei frá hinum ýmsu heimshornum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og vorið 2018 flutti fyrirtækið í Flatahraun 5B, Hafnarfirði og varð eingöngu heildsala.
Nostrað við krydd
Kryddhúsið státar af frábæru úrvali af kryddblöndum frá hinum ýmsu heimshornum ásamt heilu og möluðu kryddi í miklum gæðum.
Varan er náttúruleg, ómeðhöndluð og án allra aukaefna. Mikið af kryddblöndunum eru handgerðar og kryddinu er handpakkað í vistvænar umbúðir úr PET plasti og áli. Einstaka kryddblöndur innihalda salt og þá sjávarsalt, en þá yfirleitt í litlu magni, annars er kryddið án salts.
Stóreldhús
Kryddhúsið hóf samstarf við ÍSAM í byrjun þessa árs um sölu og dreifingu til mötuneyta, stóreldhúsa og matsölustaða í fjórum stærðum sem henta hverju eldhúsi fyrir sig.
Heimasíða: www.kryddhus.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF