Keppni
Fagkeppni Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna haldin í fimmtánda sinn
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna heldur nú í fimmtánda sinn fagkeppni kjötiðnaðarmanna á vordögum 2022.
Hverjum keppanda er heimilt að senda allt að 10 vörur til keppninnar, þó með þeim takmörkunum að vörurnar mega ekki vera eins í gerð, útliti eða nafni.
Til að geta unnið titilinn „Kjötmeistari Íslands 2022” þarf meginuppistaðan í að minnsta kosti 3 vörum að vera úr mismunandi kjötflokkum. Tilgreina þarf hver sé megin kjöttegund í vörunni.
Þær 5 vörur sem flest stig hafa frá hverjum keppanda telja í lokin til titils kjötmeistara Íslands.
Þátttökugjaldið verður eins og í síðustu keppni 9000 kr fyrir hvern keppanda og gjald fyrir hverja vöru er 4500 kr.
Vörur sem vinna til verðlauna munu verða til sýnis á keppnisstað. Þar verða þær merktar keppanda, fyrirtæki og tegund verðlauna.
Keppnishluti búgreinafélaga verður líklega með svipuðu sniði og áður þ.e. lambaorðan, besta varan unnin úr svínakjöti, nautakjöti, hrossakjöti og alifuglakjöti.
Einnig eru sérstök verðlaun veitt fyrir bestu hráverkuðu vöruna. Veitt verða verðlaun fyrir besta reykta/grafna laxinn/silunginn og athyglisverðustu nýjungina.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi