Keppni
Fagkeppni Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna haldin í fimmtánda sinn
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna heldur nú í fimmtánda sinn fagkeppni kjötiðnaðarmanna á vordögum 2022.
Hverjum keppanda er heimilt að senda allt að 10 vörur til keppninnar, þó með þeim takmörkunum að vörurnar mega ekki vera eins í gerð, útliti eða nafni.
Til að geta unnið titilinn „Kjötmeistari Íslands 2022” þarf meginuppistaðan í að minnsta kosti 3 vörum að vera úr mismunandi kjötflokkum. Tilgreina þarf hver sé megin kjöttegund í vörunni.
Þær 5 vörur sem flest stig hafa frá hverjum keppanda telja í lokin til titils kjötmeistara Íslands.
Þátttökugjaldið verður eins og í síðustu keppni 9000 kr fyrir hvern keppanda og gjald fyrir hverja vöru er 4500 kr.
Vörur sem vinna til verðlauna munu verða til sýnis á keppnisstað. Þar verða þær merktar keppanda, fyrirtæki og tegund verðlauna.
Keppnishluti búgreinafélaga verður líklega með svipuðu sniði og áður þ.e. lambaorðan, besta varan unnin úr svínakjöti, nautakjöti, hrossakjöti og alifuglakjöti.
Einnig eru sérstök verðlaun veitt fyrir bestu hráverkuðu vöruna. Veitt verða verðlaun fyrir besta reykta/grafna laxinn/silunginn og athyglisverðustu nýjungina.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla