Keppni
Fagkeppni Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna haldin í fimmtánda sinn
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna heldur nú í fimmtánda sinn fagkeppni kjötiðnaðarmanna á vordögum 2022.
Hverjum keppanda er heimilt að senda allt að 10 vörur til keppninnar, þó með þeim takmörkunum að vörurnar mega ekki vera eins í gerð, útliti eða nafni.
Til að geta unnið titilinn „Kjötmeistari Íslands 2022” þarf meginuppistaðan í að minnsta kosti 3 vörum að vera úr mismunandi kjötflokkum. Tilgreina þarf hver sé megin kjöttegund í vörunni.
Þær 5 vörur sem flest stig hafa frá hverjum keppanda telja í lokin til titils kjötmeistara Íslands.
Þátttökugjaldið verður eins og í síðustu keppni 9000 kr fyrir hvern keppanda og gjald fyrir hverja vöru er 4500 kr.
Vörur sem vinna til verðlauna munu verða til sýnis á keppnisstað. Þar verða þær merktar keppanda, fyrirtæki og tegund verðlauna.
Keppnishluti búgreinafélaga verður líklega með svipuðu sniði og áður þ.e. lambaorðan, besta varan unnin úr svínakjöti, nautakjöti, hrossakjöti og alifuglakjöti.
Einnig eru sérstök verðlaun veitt fyrir bestu hráverkuðu vöruna. Veitt verða verðlaun fyrir besta reykta/grafna laxinn/silunginn og athyglisverðustu nýjungina.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park







