Keppni
Fagkeppni Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna haldin í fimmtánda sinn
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna heldur nú í fimmtánda sinn fagkeppni kjötiðnaðarmanna á vordögum 2022.
Hverjum keppanda er heimilt að senda allt að 10 vörur til keppninnar, þó með þeim takmörkunum að vörurnar mega ekki vera eins í gerð, útliti eða nafni.
Til að geta unnið titilinn „Kjötmeistari Íslands 2022” þarf meginuppistaðan í að minnsta kosti 3 vörum að vera úr mismunandi kjötflokkum. Tilgreina þarf hver sé megin kjöttegund í vörunni.
Þær 5 vörur sem flest stig hafa frá hverjum keppanda telja í lokin til titils kjötmeistara Íslands.
Þátttökugjaldið verður eins og í síðustu keppni 9000 kr fyrir hvern keppanda og gjald fyrir hverja vöru er 4500 kr.
Vörur sem vinna til verðlauna munu verða til sýnis á keppnisstað. Þar verða þær merktar keppanda, fyrirtæki og tegund verðlauna.
Keppnishluti búgreinafélaga verður líklega með svipuðu sniði og áður þ.e. lambaorðan, besta varan unnin úr svínakjöti, nautakjöti, hrossakjöti og alifuglakjöti.
Einnig eru sérstök verðlaun veitt fyrir bestu hráverkuðu vöruna. Veitt verða verðlaun fyrir besta reykta/grafna laxinn/silunginn og athyglisverðustu nýjungina.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar19 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







