Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki það sama
Síðustu misseri hafa hugtökin „fæðuöryggi“ og „matvælaöryggi“ verið mikið notuð í umræðunni enda hafa bæði sterkari skírskotun til stjórnvalda og almennings vegna breyttrar heimsmyndar.
Þó að keimlík séu hafa hugtökin sitthvora þýðinguna, en eðlilega vill stundum bregða svo við að þeim er ruglað saman, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Matvælaráðuneytinu.
Skilgreiningarnar á hugtökunum eru:
Fæðuöryggi:
Þegar allt fólk, á öllum tímum, hefur raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þess til að lifa virku og heilsusamlegu lífi.
Matvælaöryggi:
Þegar matvæli eru örugg til neyslu. Matur er meðhöndlaður, matreiddur og geymdur þannig að hætta á matarsjúkdómum er í lágmarki. Matvæli eru varin fyrir sýkingarvöldum og efnasamböndum sem valdið geta neytendum heilsutjóni.
Gætum að matvælaöryggi og tryggjum fæðuöryggi!
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars