Markaðurinn
Expert og Ölgerð Egils Skallagrímssonar í samstarf
Expert ehf. og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa gengið frá þjónustusamning til næstu fimm ára, gagnvart tækjum í eigu Ölgerðinnar. Um er að ræða samning sem tekur á meðal annars fyrirbyggjandi viðhaldi, þjónustu og uppsetningu kaffivéla og annara tengdra véla; kakó, djús og vatnsvéla.
Markmið samningsins er að auka þjónustustig gagnvart viðskiptavinum Ölgerðarinnar, sér í lagi með því að nýta landsdekkandi þjónustunet og þekkingu Expert, til ná enn betri árangri í þeim efnum.
„Við lítum samstarfið björtum augum og hlökkum til þess að geta veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu“, er haft eftir Vali Valssyni, framkvæmdastjóra hjá Ölgerðinni í tilkynningu.
„Fyrir starfsfólk Expert er um að ræða mikla viðurkenningu á þeirri þjónustu sem Expert hefur veitt sínum viðskiptavinum undanfarin ár. Við erum öll mjög spennt fyrir því að vinna með Ölgerðinni og þróa samstarfið enn frekar til framtíðar“, er haft eftir Þóri Erni Ólafssyni, stjórnarformanni Expert ehf. í tilkynningu.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag