Markaðurinn
Expert og Ölgerð Egils Skallagrímssonar í samstarf

Við undirritun samnings Expert og Ölgerðinnar.
Á myndinni eru Margrét Ósk Vilbergsdóttir, Valdís María Einarsdóttir, Þórir Örn Ólafsson, Valur Ásberg Valsson, Brynjar Már Bjarnason og Einar Gunnarsson.
Expert ehf. og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa gengið frá þjónustusamning til næstu fimm ára, gagnvart tækjum í eigu Ölgerðinnar. Um er að ræða samning sem tekur á meðal annars fyrirbyggjandi viðhaldi, þjónustu og uppsetningu kaffivéla og annara tengdra véla; kakó, djús og vatnsvéla.
Markmið samningsins er að auka þjónustustig gagnvart viðskiptavinum Ölgerðarinnar, sér í lagi með því að nýta landsdekkandi þjónustunet og þekkingu Expert, til ná enn betri árangri í þeim efnum.
„Við lítum samstarfið björtum augum og hlökkum til þess að geta veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu“, er haft eftir Vali Valssyni, framkvæmdastjóra hjá Ölgerðinni í tilkynningu.
„Fyrir starfsfólk Expert er um að ræða mikla viðurkenningu á þeirri þjónustu sem Expert hefur veitt sínum viðskiptavinum undanfarin ár. Við erum öll mjög spennt fyrir því að vinna með Ölgerðinni og þróa samstarfið enn frekar til framtíðar“, er haft eftir Þóri Erni Ólafssyni, stjórnarformanni Expert ehf. í tilkynningu.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni11 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum





