Markaðurinn
Expert og Ölgerð Egils Skallagrímssonar í samstarf
Expert ehf. og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa gengið frá þjónustusamning til næstu fimm ára, gagnvart tækjum í eigu Ölgerðinnar. Um er að ræða samning sem tekur á meðal annars fyrirbyggjandi viðhaldi, þjónustu og uppsetningu kaffivéla og annara tengdra véla; kakó, djús og vatnsvéla.
Markmið samningsins er að auka þjónustustig gagnvart viðskiptavinum Ölgerðarinnar, sér í lagi með því að nýta landsdekkandi þjónustunet og þekkingu Expert, til ná enn betri árangri í þeim efnum.
„Við lítum samstarfið björtum augum og hlökkum til þess að geta veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu“, er haft eftir Vali Valssyni, framkvæmdastjóra hjá Ölgerðinni í tilkynningu.
„Fyrir starfsfólk Expert er um að ræða mikla viðurkenningu á þeirri þjónustu sem Expert hefur veitt sínum viðskiptavinum undanfarin ár. Við erum öll mjög spennt fyrir því að vinna með Ölgerðinni og þróa samstarfið enn frekar til framtíðar“, er haft eftir Þóri Erni Ólafssyni, stjórnarformanni Expert ehf. í tilkynningu.
Mynd: aðsend
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt