Uncategorized
Evrópskir vínframleiðendur þurfa að einfalda merkingar til að selja betur
Evrópskir vínframleiðendur þurfa að einfalda merkingar á vínflöskum þannig að neytendur eigi auðveldara með að átta sig á þeim, vilji framleiðendurnir auka hlutdeild sína á heimsmarkaði á ný, að því er æðsti maður landbúnaðarmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagði í dag.
Neytendur verða í mörgum tilfellum ráðvilltir þegar þeir reyna að stauta sig fram úr flóknum miðunum sem margir framleiðendur í Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi nota, sagði Mariann Fischer Boel, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmdastjórninni.
„Neytandinn ræður því hvað er í hillum stórmarkaðanna. Neytandinn vill einfalda og skýra merkimiða,“ sagði Fischer Boel. Vín frá nýja heiminum, sem seljist vel, séu merkt með einföldum hætti, t.d. „Chardonnay“ eða „Sauvignon“, og neytandinn þurfi ekki spyrja að neinu.
„Við þurfum að stefna í þá átt,“ sagði hún. Merkingar á vínum frá mörgum Evrópulöndum eru nú mjög flóknar og geta jafnvel reyndustu vínsérfræðingar ruglast á þeim. Hörð andstaða er í Evrópu við að breyta merkingakerfinu, sem á sér langa sögu.
Evrópusambandið telur að þessar flóknu merkingar komi illa niður á sölu meðaldýrra vína, þótt þær hafi lítil áhrif á vínsérfræðinga sem leiti uppi fínustu og dýrustu vínin í Evrópu.
Merking vína frá Bandaríkjunum og Ástralíu er aftur á móti einföld og blátt áfram, og hefur verið talin eiga stóran þátt í að auka markaðshlutdeild framleiðenda í þessum löndum.
Greint frá á Mbl.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati