Smári Valtýr Sæbjörnsson
Erum eins og FIFA í kokkabransanum
Keflvíkingurinn Ragnar Friðriksson starfar sem framkvæmdastjóri virtustu og elstu matreiðslusamtaka heims. Samtökin eru með 10 milljón kokka á sínum snærum víðs vegar um heiminn. Ragnar hefur verið fjarri heimahögum síðan á tvítugsaldri en hann er nú búsettur í kampavínshéraðinu í Frakklandi ásamt fjölskyldu sinni, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta vf.is.
Ragnar er fæddur og uppalinn í Keflavík og þaðan á hann góðar minningar. Eins og svo margir úr Bítlabænum þá spilaði Ragnar körfubolta og vann hann fjölda titla með sigursælum árgangi sem m.a. Hjörtur Harðarson og Nökkvi Már Jónsson léku með. Friðrik Ragnarsson, faðir Ragnars var hinn dæmigerði Keflvíkingur, en hann spilaði með gullaldarliði Keflavíkur í fótboltanum á sjöunda áratugnum og var auk þess í hljómsveit eins og tíðkaðist í Keflavík á þeim tíma. Ragnar segist koma skammarlega lítið á æskuslóðirnar en hann kom síðast til Íslands í haust til þess að vera viðstaddur brúðkaup systur sinnar sem búsett er í Reykjanesbæ. Þá kíkti hann á Ljósanótt og rakst á mörg kunnugleg andlit.
Hægt er að lesa alla greinina á vf.is með því að smella hér.
Mynd: fengin af vf.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars