Frétt
Er veitingastaðurinn Tveir Vitar að falsa viðurkenningarskjal?
Það fóru viðvörunarbjöllur í gang hjá fréttastofu veitingageirans þegar veitingastaðurinn Tveir Vitar í Garðinum auglýsti á facebook síðu sinni móttöku á 5 stjörnum frá IHRA fyrir mat, þjónustu og staðsetningu, en í sumar auglýsti veitingastaðurinn að sjálfur Jamie Oliver yrði dómari á BBQ hátíð sem ekkert varð úr.
Veitingageirinn.is sendi fyrirspurn á IHRA og barst svar frá Casimir Platzer forseta IHRA, sem sagði að samtökin hefðu ekki gefið viðurkenningarskjal árið 2014.
If the date on the certificate is 2014, then I don’t think that this document has been given out by our association.
Kindest regards,
Casimir Platzer
President
Ef horft er á skjalið í meðfylgjandi mynd þá er það gefið út nú í ár. Hvað vakir fyrir Tveimur Vitum með þessum tilkynningum er erfitt að segja til um.
Mynd: skjáskot af facebook færslum frá Tveimur Vitum.
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis
-
Frétt4 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






