Vertu memm

Frétt

Er veitingastaðurinn Tveir Vitar að falsa viðurkenningarskjal?

Birting:

þann

Tveir Vitar

Það fóru viðvörunarbjöllur í gang hjá fréttastofu veitingageirans þegar veitingastaðurinn Tveir Vitar í Garðinum auglýsti á facebook síðu sinni móttöku á 5 stjörnum frá IHRA fyrir mat, þjónustu og staðsetningu, en í sumar auglýsti veitingastaðurinn að sjálfur Jamie Oliver yrði dómari á BBQ hátíð sem ekkert varð úr.

Veitingageirinn.is sendi fyrirspurn á IHRA og barst svar frá Casimir Platzer forseta IHRA, sem sagði að samtökin hefðu ekki gefið viðurkenningarskjal árið 2014.

If the date on the certificate is 2014, then I don’t think that this document has been given out by our association.

Kindest regards,
Casimir Platzer
President

Ef horft er á skjalið í meðfylgjandi mynd þá er það gefið út nú í ár.  Hvað vakir fyrir Tveimur Vitum með þessum tilkynningum er erfitt að segja til um.

Mynd: skjáskot af facebook færslum frá Tveimur Vitum.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið