Frétt
Er veitingastaðurinn Tveir Vitar að falsa viðurkenningarskjal?
Það fóru viðvörunarbjöllur í gang hjá fréttastofu veitingageirans þegar veitingastaðurinn Tveir Vitar í Garðinum auglýsti á facebook síðu sinni móttöku á 5 stjörnum frá IHRA fyrir mat, þjónustu og staðsetningu, en í sumar auglýsti veitingastaðurinn að sjálfur Jamie Oliver yrði dómari á BBQ hátíð sem ekkert varð úr.
Veitingageirinn.is sendi fyrirspurn á IHRA og barst svar frá Casimir Platzer forseta IHRA, sem sagði að samtökin hefðu ekki gefið viðurkenningarskjal árið 2014.
If the date on the certificate is 2014, then I don’t think that this document has been given out by our association.
Kindest regards,
Casimir Platzer
President
Ef horft er á skjalið í meðfylgjandi mynd þá er það gefið út nú í ár. Hvað vakir fyrir Tveimur Vitum með þessum tilkynningum er erfitt að segja til um.
Mynd: skjáskot af facebook færslum frá Tveimur Vitum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu