Frétt
Er veitingastaðurinn Tveir Vitar að falsa viðurkenningarskjal?
Það fóru viðvörunarbjöllur í gang hjá fréttastofu veitingageirans þegar veitingastaðurinn Tveir Vitar í Garðinum auglýsti á facebook síðu sinni móttöku á 5 stjörnum frá IHRA fyrir mat, þjónustu og staðsetningu, en í sumar auglýsti veitingastaðurinn að sjálfur Jamie Oliver yrði dómari á BBQ hátíð sem ekkert varð úr.
Veitingageirinn.is sendi fyrirspurn á IHRA og barst svar frá Casimir Platzer forseta IHRA, sem sagði að samtökin hefðu ekki gefið viðurkenningarskjal árið 2014.
If the date on the certificate is 2014, then I don’t think that this document has been given out by our association.
Kindest regards,
Casimir Platzer
President
Ef horft er á skjalið í meðfylgjandi mynd þá er það gefið út nú í ár. Hvað vakir fyrir Tveimur Vitum með þessum tilkynningum er erfitt að segja til um.
Mynd: skjáskot af facebook færslum frá Tveimur Vitum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






