Vertu memm

Frétt

Enn og aftur Ljósanótt

Birting:

þann

Ljósanótt

Mynd: ljosanott.is

Enn er komið að Ljósanótt en það er eins og það hafi verið í gær sem bærinn fylltist af skemmtilegu fólki sem var sólgið í að taka þátt og sjá sem flest af því sem boðið er uppá í  Reykjanesbæ.

Ljósanótt er skemmtileg hátíð sem hefur undið upp á sig undanfarin 17 ár enda fyrirkomulagið aðeins örðuvísi en á hefðbundnum bæjarhátíðum. Það má kannski líkja henni við Menningarnóttina í Reykjavík eða hálfgerða uppskeruhátíð listamanna og annarra sem vilja láta að sér kveða og koma sínu á framfæri.

En það er samt mis mikil vinna sem fyrirtæki eru að leggja í þessa hátíð en eitt af þeim sem virkilega er að tjalda til því besta er Radisson Park Inn hótelið í Keflavík.

Mikið að gera

Radisson Park Inn hótelið í Keflavík

Þar sem ég hef mikinn áhuga á mat og matarmenningu datt mér í huga að segja ykkur aðeins frá því hvað er verið að brasa á þessu flotta hóteli í tengslum við Ljósanótt.

Fyrir ykkur sem ekki vita að þá var ákveðið á sínum tíma að ganga til samstarf við í SAS hótelkeðjuna og má segja að það hafi verið gæfuspor að sögn Bergþóru Sigurjónsdóttir hótelstýru sem tók á móti mér.

„Það var erfið ákvörðun en vandlega ígrunduð og við eigum enn töluvert eftir að gera en núna viljum aðeins staldra við og sjá hvernig hlutirnir þróast“ sagði hún„ Það er samt margt mjög spennandi í stöðunni og ég veit ekki hvernig þetta sumar hefði farið ef við hefðum ekki bætt við herbergjum og lagað þau sem fyrir voru. Í dag erum við með 81 herbergi og kannski verður farið í að stækka frekar“.

„Í sumar hefur alltaf verið fullt án þess að ég fari með nokkrar fleiprur“ heldur hún áfram. „Staðan hjá okkur hefur verið þannig að við höfum þurft að vísa mjög mörgum frá og senda annað.  En sem betur fer þá höfum við verið í góðu sambandi og samstarfi við aðila hér í bænum og í Reykjavík sem hafa getað hlaupið undir bagga með okkur þegar við höfum lent í verulegum vandamálum. Þetta er nú samt lúxus vandamál“ segir hún og skellir uppúr.

En nóg um það Ljósanótt er á næsta leiti og  það er hún Fjóla Jónsdóttir sem er kynninga- og markaðsstjóri hótelsins sem er drifkrafturinn á bak við það sem þar verður boðið uppá.

Mikið á döfinni fyrir Ljósanótt

Park Inn by Radisson herbergi

Park Inn by Radisson herbergi
Mynd: facebook / Park Inn Keflavík

Fjóla hefur verið viðloðandi markaðs- og menningarmál lengi og veit því vel hvað hún er að tala um. Ég tylli mér aðeins niður hjá henni með kaffibolla vitandi að hún  hefur hún eiginlega ekki tíma fyrir mig þar sem það er í mörgu að snúast.

„Sjáðu til“ segir hún „við erum væntanlega með bestu ráðstefnu og sýningar aðstöðuna hér á Suðurnesjum í dag. Þessi aðstaða hefur fengið virkilega flotta yfirhalningu undanfarið ár og þar sem áður var bókasafn bæjarins og smáverslanir eru nú glæsilegir ráðstefnu- og sýningasalir“.

„Okkur langaði að hafa okkar þátt í Menningarnótt fjölbreytta eins og undanfarin ár og vera með skemmtilegar vörur héðan af Suðurnesjunum“ heldur hún áfram. „Svona fljótt á litið þá eru þetta um 14-15 aðilar sem verða hér á svæðinu hjá okkur. En það sem við erum samt aðallega að stefna á hér er að hafa þetta skemmtilegt og ekkert sérstakleg neina harða sölu sýningu. Kannski verðum við með spennandi „Catwalk“ en það á allt eftir að koma í ljós og við eigum eftir að auglýsa þetta allt betur“.

„Að sjálfsögðu erum við að nýta  okkar frábæru aðstöðu út í æsar því hún er mögnuð og svo margt sem við höfum upp á að bjóða hérna. Reyndar held ég að við séum nokkuð einstök sem hótel með þessa frábæru aðstöðu. Hérna er hægt að hafa skemmtilega sýningu og uppákomu án þess að hafa minnstu áhyggjur af veðri eða vindum“.

Maturinn á gjafaverði

En það er nú samt eiginlega maturinn sem ég hef mestan áhuga á og helsta ástæðan fyrir því að ég kom við á hótelinu. Það hefði einnig lítill fugl kvíslað því að mér að hér væri ýmislegt spennandi í bígerð fyrir helgina.

Þannig að ég þakkaði Fjólu fljótlega pent fyrir og rölti mér inn í eldhúsið til að hitta strákana þar en ég kannast lítillega við þá frá fyrri tíð.

Radisson Park Inn hótelið í Keflavík

Ólafur Már Erlingsson

Hann Óli er yfirkokkurinn á Vocal er utansveitamaður sem er að gera sitt besta til að skjóta rótum í bænum og við verður að virða það við hann. Síðan er það Guðmundur veitingastjóri sem er nokkuð hreinræktaður innanbæjarmaður eftir því sem ég best veit.

Báðir eru þeir ungir og metnaðarfullir og ætla sér stóra hluti í framtíðinni hér í bænum eins og sést glögglega á metnaðinum hjá þeim fyrir Ljósanótt.

Þó að það sé nóg að gera hjá strákunum þá höfðu þeir nú samt smá tíma til að setjast niður með mér og fara aðeins yfir planið fyrir helgina og verður að segja að það mjög spennandi fyrir svanga skrúðgönguunnendur.

Radisson Park Inn hótelið í Keflavík

Guðmundur Bernhard

„Jú sjáðu til“ sagði Óli „við viljum byrja þetta  snemma og vera með ferskan og spennandi matseðil á fimmtudaginn og föstudaginn. Þetta verður fjölbreyttur Ljósanæturseðill og langur drekkutími (happy hour) frá  kl. 16:00-19:00.

Alvöru ball og brunch

Síðan byrjar ballið á laugardeginum en þá ætlum að vera með alvöru dögurð (brunch) og tjalda öllu því til sem okkur dettur í hug og meira en það. Þar verðum við með súpur og salöt ásamt því að vera með vel á annan tug forrétta og lamb og kalkún í aðalrétt. Þetta verður síðan toppað með flottum eftirréttum.

„Þetta er eiginlega það flott og mikið úrval að þetta er farið að slaga upp í jólahlaðborð“ segir Óli og glottir „og eins og það sé ekki nóg með það þá eru verðið undir 4000 kr. fyrir fullorðna og geri aðrir betur“.

„Á laugardeginum ætlum við síðan einnig að hafa drekkutíma en á aðeins öðrum tíma eða milli 15:00 og 19:00 og vera þá meira í takt við það sem fólk hefur óskað eftir við okkur en það hefur verið vinsælt að hópar taki sig saman og komi hingað og taki sér einn eða tvo drykki áður en lengra er haldið .

Spennandi laugardagskvöld

„Síðan erum við með grand hlaðborð á laugardagskvöldin auk þess að hljómsveitin Delizie Italiane spilar hérna. Nafnið á veitingastaðnum er jú Vocal og því vel við hæfi að vera með lifandi tónlist.

Þá um kvöldið verðum við einnig búnir að auka úrvalið enn frekar en hlaðborðið verðu vitanlega eitthvað dýrara en að að sjálfsögðu er meira í það lagt“.

Það mætti halda að þetta væri eitthvað grín segja þeir félagar og dæsa því verðin sem við erum að bjóða upp á í tilefni af Ljósanótt eru einfaldlega frábær og við hlökkum til að taka á móti sem flestum

Gestir streyma nú í salinn og þeir félagar farnir að ókyrrast nokkuð þannig að ég sé að mér er ekki lengur til setunnar boðið. En að lokum þá ákveð ég að panta borð hjá Guðmundi vitandi að það verður uppselt fljótlega en og ekki ætla ég að sleppa þessu einstaka tækifæri.

Lifið heil.

 

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið