Frétt
Engin salmonella finnst í svínakjöti
Nú stendur yfir skimun á örverum í kjöti á markaði sem að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Matvælastofnun, í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga standa fyrir.
Fyrstu niðurstöður benda til þess að salmonellu sé ekki að finna í svínakjöti.
Sjá einnig: Skimun á sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markað
Miklar forvarnir eru viðhafðar hérlendis við eldi og slátrun svína til að koma í veg fyrir að afurðir svínakjöts fari á markað sem síðar meir geta sýkt neytendur af salmonellu. Tekin eru sýni við slátrun til að fylgjast með ástandi afurða og sannreyna fyrirbyggjandi aðgerðir gegn mengun við slátrun.
Tíðni salmonellumengunar við slátrun svína hefur verið lág undanfarin ár, ef undanskilin er snögg aukning á árinu 2009 (11,2%). Síðan þá hefur tíðnin haldist lág og var 0,5% árið 2017.
Í dag er krafist vottorða um sýnatöku vegna salmonellu með erlendu kjöti og gerð krafa um að það hafi verið fryst í 30 daga.
Skimunin er gerð til að kanna árangur þessara forvarna við eldi, slátrun og flutning á svínakjöti til landsins. Kannað er ástand svínakjöts af innlendum eða erlendum uppruna, þegar neytandinn fær það í hendur í verslunum.
Tekin hafa verið 45 sýni og þar af voru 3 af erlendum uppruna.
Salmonella hefur ekki greinst í sýnunum. Það bendir til þess að forvarnir í eldi og við slátrun svína skili árangri.
Nánari uppýsingar um eftirlit með salmonellu í svínarækt er hægt að nálgast hér.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt21 klukkustund síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!