Viðtöl, örfréttir & frumraun
Engin lognmolla í kringum Axel bakara-, og konditor – Myndir og vídeó
Það hefur engin lognmolla ríkt um Axel Þorsteinsson bakara-, og konditor á árinu sem var að líða.
Árið 2020 byrjaði mjög vel, en hann opnaði þá níunda veitingastaðinn í verslunarmiðstöðinni Avenues í Kúveit, eftir að hafa búið í sameinuðu arabísku furstadæmunum í 4 ár.
Princi opnaði með látum, biðröð allan daginn og staðurinn fullur frá átta um morguninn til klukkan ellefu á kvöldin. Svo kom Kórónuveiran, Covid 19, og það þurfti að breyta öllum stöðunum (Bouchon Bakery, Cafe Coco, Veranda og Princi) yfir í take away og tveimur vikum seinna var engum hleypt inn í landið vegna kórónuveirunnar.
„Eftir að fleiri lönd lokuðu þá var tekin ákvörðun að hrista smá upp í structure hjá okkur.“
Sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is.
„Við lokuðum Café Coco og Veranda í öllum löndum og ég þurfti að segja upp um 300 manns. Get lofað þér því að ég hef átt betri daga. Allt þetta frábæra starfsfólk þurfti að fara.“
Axel tók síðan formlega yfir Dean & Deluca sem Brands Executive Chef og náði að bjarga um 20% af fólki sem hann sagði upp. Dean & Deluca er með 2 staði i Kuwait en voru að loka í Bahrain og Dubai út af Covid 19.
„Með þessi þrjú brönd þurftum við að bregðast fljótt við og læra hvernig á að ná til gesti okkar á nýjan hátt.
Við fengum ekki að opna eða bjóða fólki til að koma og sækja mat þannig við settum okkur á öll delivery öpp. Síðan fórum við í að vinna í nýjum matseðli fyrir Dean & Deluca, sem nauðsynlega þurfti. Þetta var örugglega stærsta verkefni sem ég hef tekið að mér.“
Í ágúst 2020 komu loks þær fréttir að veitingastaðir mega opna fyrir gesti og bjóða þeim aftur í sæti en einungis 30% af leyfilegum gestum og allar nýjar reglur í gildi.
Nýr matseðill var tilbúinn fyrir D&D á mettíma og var opnað með nýtt outlet á sama tíma sem er 140 sæti á Waterfront við hliðina Kúveit turninum, „gátum ekki beðið um betri stað“, sagði Axel.
Miklar framkvæmdir voru gerðar á veitingastaðnum í Avenues verslunarmiðstöðinni:
„það þurfti að skipta út öllum húsgögnum og gefa staðnum, sem leit út fyrir að vera matsalur á sjúkrahúsi, miklu meira líf og hann lítur nú loksins út fyrir að vera veitingastaður sem við getum verið stoltir af.„
Sagði Axel.
Loka þurfti Bouchon Abu Dhabi 3. desember s.l. og náðist að færa um 80% af starfsfólkinu yfir í önnur störf.
Í dag sér Axel um fimm staði (1 Bouchon Bakery, 1 Princi og 3 D&D) og er einnig ráðgjafi fyrir Starbucks og CPF (Central Production Facility, fyrirtæki sem rekur einnig önnur brönd).
„Við lærðum að ná til okkar gesti á nýjum stöðum og nýjar leiðir og förum inn í 2021 með góð markmið“.
Sagði Axel að lokum.
Myndbandsklippur
Myndir og myndbönd: Úr einkasafni / Axel Þorsteinsson
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum