Uppskriftir
Engiferkökur
500 g púðursykur
250 g smjörlíki
2egg
500 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. natron
1/2 tsk. engifer
1/4 tsk. negull
1/4 tsk. kanill
Aðferð:
Allt hráefnið er sett saman í skál og hnoðað vel. Það er auðveldara að vinna smákökurnar ef smjörlíkið er mjúkt, sérstaklega ef það er hnoðað í höndunum.
Deigið er síðan mótað í nokkrar rúllur og kælt í 3-4 klst.
Takið rúllurnar úr kælinum og skerið í 1/2 sm þykkar sneiðar sem eru settar á smurða bökunarplötu eða á smjörpappír. Kökurnar bakast við 180°C í 8-12 mínútur (fer eftir ofntegundum og hvort um blásturofna sé að ræða).
Höfundur er Guðni Hólm, bakari

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði