Vertu memm

Uppskriftir

Engiferkökur

Birting:

þann

Engiferkökur - Engifersmákökur

500 g púðursykur
250 g smjörlíki
2egg
500 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. natron
1/2 tsk. engifer
1/4 tsk. negull
1/4 tsk. kanill

Aðferð:

Allt hráefnið er sett saman í skál og hnoðað vel. Það er auðveldara að vinna smákökurnar ef smjörlíkið er mjúkt, sérstaklega ef það er hnoðað í höndunum.

Deigið er síðan mótað í nokkrar rúllur og kælt í 3-4 klst.

Takið rúllurnar úr kælinum og skerið í 1/2 sm þykkar sneiðar sem eru settar á smurða bökunarplötu eða á smjörpappír. Kökurnar bakast við 180°C í 8-12 mínútur (fer eftir ofntegundum og hvort um blásturofna sé að ræða).

Höfundur er Guðni Hólm, bakari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið