Uppskriftir
Engiferkökur
500 g púðursykur
250 g smjörlíki
2egg
500 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. natron
1/2 tsk. engifer
1/4 tsk. negull
1/4 tsk. kanill
Aðferð:
Allt hráefnið er sett saman í skál og hnoðað vel. Það er auðveldara að vinna smákökurnar ef smjörlíkið er mjúkt, sérstaklega ef það er hnoðað í höndunum.
Deigið er síðan mótað í nokkrar rúllur og kælt í 3-4 klst.
Takið rúllurnar úr kælinum og skerið í 1/2 sm þykkar sneiðar sem eru settar á smurða bökunarplötu eða á smjörpappír. Kökurnar bakast við 180°C í 8-12 mínútur (fer eftir ofntegundum og hvort um blásturofna sé að ræða).
Höfundur er Guðni Hólm, bakari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






