Frétt
Endurskoðun á eftirlitskerfi með matvælum, mengunarvörnum og hollustuháttum
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafa undanfarið haft til skoðunar eftirlitskerfi hins opinbera með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum. Eftirlitið er í dag bæði í höndum ríkisstofnana og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á tíu heilbrigðiseftirlitssvæðum, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs Íslands.
Samkvæmt stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar hefur verið lögð áhersla á að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings og að stjórnsýsla sé skilvirk og réttlát. Með það fyrir augum óskuðu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir því að endurskoðunarfyrirtækið KPMG myndi greina framkvæmd hins opinbera eftirlits. Niðurstaða greiningarinnar er sú að endurskoða þurfi núverandi eftirlitskerfi, m.a. þar sem ósamræmis gæti í framkvæmd opinbers eftirlits og skráningum eftirlitsaðila, auk þess sem 39% munur sé á hæsta og lægsta tímagjaldi heilbrigðisnefnda.
Greiningarvinna þessi var sett af stað m.a. í kjölfar ábendinga um að sá fjöldi stjórnvalda sem fer með eftirlitið hafi leitt til þess að kröfum í eftirlitinu sé misjafnlega framfylgt og að gjaldskrár eftirlitsaðila séu mismunandi.
Ráðherrarnir kynntu málið á fundi ríkisstjórnar í gær þar sem fram kom að fyrirhugað sé að vinna tillögur að breytingum á núverandi eftirlitskerfi.
Við vinnuna verður litið til skýrslu KPMG og athugasemda sem við hana bárust. Haft verður samráð við haghafa, þ. á m. Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins, Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður