Frétt
Endurskoðuð handbók um mataræði í framhaldsskólum komin út
Ný
Handbók um mataræði í framhaldsskólum hefur verið gefin út hjá embætti landlæknis. Síðasta handbók fyrir framhaldsskóla er frá árinu 2010. Miklar breytingar hafa orðið á matarumhverfi nemenda á þessum tíma og kom starfsfólk framhaldsskóla að gerð þessarar handbókar.
Handbókin byggir á ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur út. Í handbókinni eru leiðbeiningar um æskilegt fæðuframboð í hádegismat og hvaða framboð á matvælum er æskilegt yfir daginn í framhaldsskólum. Einnig má finna hagnýtar upplýsingar um hollustu og samsetningu fæðunnar, matseðlagerð, jurtafæði, fæðuofnæmi og fæðuóþol, innkaup og matarsóun svo eitthvað sé nefnt. Að auki eru í handbókinni fjöldinn allur af uppskriftum. Handbókin er eingöngu aðgengileg á rafrænu formi.
Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem stuðningur fyrir þá sem útbúa mat fyrir nemendur í framhaldsskólum og þá sem hafa áhrif á hvaða matur er þar í boði. Einnig getur efni hennar nýst sem kennsluefni í viðeigandi fögum eins og næringarfræði og því mikilvægt að starfsfólk framhaldsskóla viti af tilvist þessarar handbókar.
Tilgangurinn með útgáfu handbókarinnar er að auðvelda skólum að bjóða nemendum hollan, góðan og öruggan mat. Í handbókinni er sérstaklega hugað að fjölbreyttu fæðuvali, fiskmáltíðum, grænmetisréttum, neyslu ávaxta og grænmetis, heilkornavara, auk vatnsdrykkju. Einnig er lögð áhersla á að nota D-vítamínbætta mjólk og jurtamjólk fyrir nemendur sem ekki drekka mjólk.
Mikilvægt er að framhaldsskólar móti stefnu á sviði næringar og að starfsfólk hafi yfirsýn yfir hvaða matur stendur nemendum til boða meðan á dvöl þeirra í skólanum stendur. Nauðsynlegt er að stjórnendur skólans og starfsfólk eldhúss fundi reglulega til að fara yfir næringarstefnu skólans sem og starfsemi og skipulag eldhúss.
Það er von embættisins að handbókin komi að góðu gagni við að stuðla að fjölbreyttu og hollu mataræði framhaldsskólanemenda.
Lesa má handbókina í heild sinni hér.
Mynd: af vef embætti landlæknis
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins







