Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Eliza Reid forsetafrú var fyrsti gesturinn hjá ÉTA í Vestmannaeyjum
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Jean Reid eru í ferðalagi þessa dagana með börnunum og hvetja til að mynda fólk til að ferðast innanlands.
Guðni, Eliza og börn eru nú stödd í Vestmannaeyjum, þar sem þau hafa farið í siglingar, skoðað söfn, út að borða og margt fleira.
Eliza Reid forsetafrú mætti fyrst gesta í gær á prufuopnun hjá nýja veitingastaðnum ÉTA í Vestmannaeyjum og tók Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari og einn af eigendum vel á móti henni.
Matseðillinn í gær og í dag, sunnudaginn 10. maí:
Mánudag til miðvikudags verður lokað á meðan starfsfólkið er að stilla saman strengi og yfirfara allt saman. ÉTA opnar formlega á fimmtudaginn 14. maí næstkomandi.
Um ÉTA
Á ÉTA verður í boði hágæða-skyndibiti unnin úr góðu hráefni og undirbúið frá grunni á staðnum. Markmið staðarins er að hafa ekki of marga rétti á matseðlinum en þó þannig að allir eiga geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sérstaða veitingastaðarins verða hamborgarar sem eru hakkaðir á staðnum úr sérvöldum vöðvum og djúpsteiktur kryddaður kjúklingur; vængir, leggir og samlokur.
Fleiri réttir verða á seðlinum, nauta mínútusteik, fiskur í orly svo fátt eitt sé nefnt.
Hægt verður að sitja inni og einnig taka með í take-away, en take away kerfið verður á netinu á vefsíðu ÉTA.
ÉTA er systur staður Slippsins í Vestmannaeyjum.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti








