Frétt
Eldur kviknaði í húsnæði á Bitruhálsi – Kjötvinnslan Esja, Sælkerabúðin, Mjólka og Vogabær á meðal fyrirtækja í húsnæðinu
Eldur kom upp í húsnæði að Bitruhálsi í Reykjavík í gærkvöldi og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sent á staðinn.
Í húsnæðinu er margs konar starfsemi, t.a.m. kjötvinnslan Esja, Sælkerabúðin, Mjólka og Vogabær ehf.
Eldurinn kviknaði í rafmagnstöflu hússins um klukkan sex í gærkvöldi og búið að slökkva eldinn um hálftíma síðar.
Talsverð vinna var á vettvangi og stóð reykræsting yfir allt kvöldið. Útlit er fyrir að skemmdir séu ekki miklar.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






