Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
„Eldhúsið á Primo Ristorante bíður spennt eftir að við opnum í nóvember“ | Primo á feisið
Ítalski veitingastaðurinn við Grensásveg, Primo sem óðum er að taka á sig mynd, var að koma sér fyrir á hinum vinsæla samkiptavef facebook og fyrir þá sem áhuga hafa geta smellt hér og lækað síðuna þeirra.
Eigandi af Primo er Haukur Víðisson matreiðslumeistari, en hann ætlar skapa „kósí” ítalska matarupplifun í Reykjavík.
- „Ofninn er kominn í gang og við erum byrjuð að baka. Byrjar vel, þessi er hrikalega góð. Saltfiskspizza með ólífum á súrdeigs-heilhveitibotni.“
- „Við hjá Primo vinnum að því hörðum höndum að skapa „kósí” ítalska matarupplifun í Reykjavík“
- „Við heimsóttum Róm og sóttum okkur innblástur.“
- „Scaffale per libri = bókahilla“
Primo verður nútímalegur og töff en jafnframt hlýr og notalegur og er staðurinn hugsaður sem mjög óformlegur ( casual ) og í ódýrari kantinum og tekur um 80 manns í sæti. Léttvín á vægu verði og maturinn að ítölskum hætti, eldhús með spennandi ítölskum réttum jafnt sem ítalskar eldbakaðar sælkerapizzur, en áætlað er að opna staðinn nú nóvember.
Myndir og myndatexti: af facebook síðu Primo

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta