Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eldaði lengsta pasta á Íslandi?
Kokkurinn Mathieu Zevenhuizen hefur um tíma búið til og reitt fram heimagert pasta fyrir matargesti í Hreðavatnsskála. Síðustu tvær vikur hefur hann, með tilkomu nýrrar vélar, aukið afköst pastagerðarinnar og hafist handa við að framleiða mismunandi tegundir. Þar má nefna Norðurárdalsskeljar, Grábrókarskrúfur, Glannapelle og Paradísarnúðlur.
Að sögn Mathieu er stefnt að því í að auka framleiðslu og hefja sölu á pastanu í Hreðavatnsskála í náinni framtíð, auk þess sem réttirnir verða áfram á matseðlinum. Ef vel tekst til er áætlað að markaðssetja pastað enn frekar fyrir almennan markað.
Til að kynna pastagerð sína þá gerði Mathieu á fimmtudaginn 23. júlí s.l. lengstu núðlur á Íslandi sem vitað er um. Nýja pastagerðarvélin var fyllt af deigi og núðlur búnar til. Því næst voru þær mældar og voru þær 10.42 metrar. Að lokum voru þær eldaðar og gestum og gangandi boðið að smakka, endurgjaldslaust.
Myndbönd af pastagerðinni er hægt að horfa á facebook síðu Hreðavatnsskála með því að smella hér.
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta