Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eldaði lengsta pasta á Íslandi?
Kokkurinn Mathieu Zevenhuizen hefur um tíma búið til og reitt fram heimagert pasta fyrir matargesti í Hreðavatnsskála. Síðustu tvær vikur hefur hann, með tilkomu nýrrar vélar, aukið afköst pastagerðarinnar og hafist handa við að framleiða mismunandi tegundir. Þar má nefna Norðurárdalsskeljar, Grábrókarskrúfur, Glannapelle og Paradísarnúðlur.
Að sögn Mathieu er stefnt að því í að auka framleiðslu og hefja sölu á pastanu í Hreðavatnsskála í náinni framtíð, auk þess sem réttirnir verða áfram á matseðlinum. Ef vel tekst til er áætlað að markaðssetja pastað enn frekar fyrir almennan markað.
Til að kynna pastagerð sína þá gerði Mathieu á fimmtudaginn 23. júlí s.l. lengstu núðlur á Íslandi sem vitað er um. Nýja pastagerðarvélin var fyllt af deigi og núðlur búnar til. Því næst voru þær mældar og voru þær 10.42 metrar. Að lokum voru þær eldaðar og gestum og gangandi boðið að smakka, endurgjaldslaust.
Myndbönd af pastagerðinni er hægt að horfa á facebook síðu Hreðavatnsskála með því að smella hér.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit