Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eldaði lengsta pasta á Íslandi?
Kokkurinn Mathieu Zevenhuizen hefur um tíma búið til og reitt fram heimagert pasta fyrir matargesti í Hreðavatnsskála. Síðustu tvær vikur hefur hann, með tilkomu nýrrar vélar, aukið afköst pastagerðarinnar og hafist handa við að framleiða mismunandi tegundir. Þar má nefna Norðurárdalsskeljar, Grábrókarskrúfur, Glannapelle og Paradísarnúðlur.
Að sögn Mathieu er stefnt að því í að auka framleiðslu og hefja sölu á pastanu í Hreðavatnsskála í náinni framtíð, auk þess sem réttirnir verða áfram á matseðlinum. Ef vel tekst til er áætlað að markaðssetja pastað enn frekar fyrir almennan markað.
Til að kynna pastagerð sína þá gerði Mathieu á fimmtudaginn 23. júlí s.l. lengstu núðlur á Íslandi sem vitað er um. Nýja pastagerðarvélin var fyllt af deigi og núðlur búnar til. Því næst voru þær mældar og voru þær 10.42 metrar. Að lokum voru þær eldaðar og gestum og gangandi boðið að smakka, endurgjaldslaust.
Myndbönd af pastagerðinni er hægt að horfa á facebook síðu Hreðavatnsskála með því að smella hér.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður