Markaðurinn
Ekran: Uppskrift af skemmtilegum Bolludagsbollum
Skemmtilegar bollur á Bolludaginn!
Við eigum allt í bolludagsbollurnar og meira til! Þorvaldur matreiðslumeistari og sölumaður hjá okkur skellti í tvær skemmtilegar uppskriftir af bolludagsbollum.
Vatnsdeigsbollur
115 g Smjör
120 ml Vatn
120 ml Nýmjólk
¼ tsk Salt
2 tsk Sykur
125 g Hveiti
4 egg
Aðferð:
Smjör, vatn, mjólk, salt og sykur sett saman í pott og hitað þangað til smjörið er bráðnað. Síðan er hveitinu bætt útí og hrært saman í nokkrar mínutur á miðlungshita.
Deigið er svo sett til hliðar og leyft að kólna örlítið áður en eggin eru sett útí hægt og rólega. Deigið er sett í sprautupoka og sprautað á plötu með bökunarpappír.
Bollurnar eru bakaðar á 205°C í c.a 11 mínútur (fer eftir stærð).
Bolludagsbollur með Caranoa mús og crunchy kúlum
Caranoa mús
156 g Caranoa Dökkt karamellusúkkulaði frá Valrhona
1 g gelatín
113 g Nýmjólk
227 g Debic Duo rjómi
Aðferð:
Matarlímsblaðið er sett í kalt vatn, á meðan er súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og mjólkin er hituð upp að suðu og loks er matarlímsblaðið sett útí. Mjólkinni er svo hellt rólega útí brætt súkkulaðið og hrært saman. Þá er rjóminn þeyttur og síðan er súkkulaðiblöndunni leyft að kólna niður í 39 – 42 ° C áður en hún er hrærð í rjómann hægt og rólega. Sett í gastrobakka og kælt, þegar það á að nota músina þá er hún hrærð upp og sett í sprautupoka.
Með þessu notuðum við opalys crunchy kúlur og 62% Macae súkkulaði ofan á.
Bolludagsbollur með möndlumús og kafficrumble
Möndlumús
190 g Möndlu Inspiration Súkkulaði frá Valrhona
2 g gelatín
102 g Nýmjólk
204 g Debic Duo rjómi
Aðferð:
Matarlímsblaðið er sett í kalt vatn, á meðan er súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og mjólkin er hituð upp að suðu og síðan er matarlímsblaðið sett útí. Mjólkinni er síðan hellt rólega útí brætt súkkulaðið og hrært saman. Þá er rjóminn þeyttur og síðan er súkkulaðiblöndunni leyft að kólna niður í 26 – 29 ° C áður en hún er hrærð saman í rjómann hægt og rólega. Sett í gastrobakka og kælt, þegar það á að nota músina þá er hún hrærð upp og sett í sprautupoka.
Með þessu notuðum við 62% Macae Valrhona súkkulaði ofan á.
Kafficrumble
40 g Sykur
50 g Fínt hakkaðar möndlur
30 g Hveiti
10 g Valrhona kakó
6 g Instant kaffi
40 g Brætt smjör
Aðferð:
Öll þurrefni sett saman, síðan er bráðið smjörið sett útí og öllu hrært saman. Bakað í c.a 15-20 mín í 170° C og hrært reglulega í því.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar10 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







